Stórmót í uppsiglingu

Þá er komið að því. Best að hlaða rafhlöður myndavélanna, stilla sig af og strauja KR treyjuna... stelpan er að fara á Sigló með alla famelíuna í eftirdragi. Knattspyrnumót yngstu stúlknaflokkanna verður um komandi helgi.

Ég lenti í smá dillemmu þegar þetta mót kom upp. Ég vildi endilega taka þátt af fullum krafti og helst vildi ég vera liðsstjóri... en þá áttaði ég mig á því að liðsstjórar þyrftu kannski að vera í Haukabúning og málaðir í framan og svona... það gengur eiginlega ekki í mínu tilviki. Ég ákvað því að hætta við umsókn mína um liðsstjórastöðuna. Góðir vinir hafa bent mér á að það sé allt í lagi að hvetja önnur lið til dáða þegar um svona fjölskyldutengsl er að ræða - ef ég er í KR treyjunni innanundir.

Ég vona svo innilega að stelpan standi sig og liðið hennar nái langt í þessari keppni. Ég veit ekki hvort okkar er spenntara fyrir þessu móti, ég eða hún. Það er reyndar annað vandamál í stöðunni. Stelpan vill endilega vera í marki. Það er svosem góð og gild staða inni á vellinum og auðvitað ómissandi fyrir liðið en þið ykkar sem hafið séð 7unda flokk kvenna spila gerið ykkur kannski grein fyrir því að þetta er sennilega erfiðasta staðan á vellinum. Læt ykkur vita hvernig þetta fer... vona að henni verði samt ekki alfarið kennt um öll mörkin sem eiga eftir að rúlla inn... vona líka að útispilararnir sjái þá til þess að það verði skoruð fleiri... taka Brassataktíkina á þetta... spila bara sókn... skora fleiri en þeir fá á sig.

SH - 'Svo er bara að halda hreinu og skora eitt - þá vinnum við leikinn'

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel! :)

Es. Hættu þessu KR bulli drengur minn!!!

Þrási frændi (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband