2007-08-16
Hvíta nautið
Mikil framkvæmdar og innkaupagleði hefur heltekið heimilið að undanförnu. Verslunarmannahelgin fór t.a.m. alfarið í flísalagnir, búið er að panta restina af hurðunum, verið er að skoða flísar í forstofuna og bráðum fyllist stofan af alls konar parketflísasýnishornum. Ef fram heldur sem horfir stefni ég á að parketleggja blandað mósaík... hef ekki séð það áður en einhver verður að taka að sér að vera 'trendsetter'.
Bestu kaupin í langan tíma voru þó líklega hvíta nautið. Gömlu sænsku jálkunum í sjónvarpshorninu var skipt út í vikunni fyrir forkunnarfagurt hvítt ítalskt naut. Nautið liggur í horn og rúmar mun fleiri gesti en gömlu sænsku sessurnar. Þvílíkur munur. Ég sé fram á að liggja þarna kvöldlangt í vetur og glápa á tiltölulega nýlega sjónvarpið mitt (sjá eldri færslur).
Þ.
Athugasemdir
Þú ert hetja karlinn minn. Sófinn getur svo nýst vel þegar þú æfir Piano man á gítarinn!!!
Þrási frændi (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.