2007-08-20
ofnæmi fyrir 33
Nú er maður gamall.
Það er líka ljóst að ég höndla aldurinn illa. Eftir að hafa haldið smá famely-boð í gær, mest fyrir stelpuna sem varð 7 um daginn, lagðist ég í hvíta nautið og náði ekki að standa upp aftur. Þegar ég dröslaðist á efri hæðina endaði ég í faðmlögum við postulínið, svaf svo ekkert í nótt en var ákveðinn að mæta til vinnu í morgun. Eftir morgunbaðið endaði ég aftur í ælunni... sjitt hvað ég var slappur. Ég reif mig samt í vinnuna en ég veit ekki hvort það var skynsamlegt... dagurinn er að verða búinn og ég held að ég hafi skánað (vinnulega séð) þegar á leið daginn en ég er alveg búinn á því. Það verður því ekkert af frekari framkvæmdum heima fyrir í kvöld (flísalagði forstofunnu sísona upp úr þurru fyrir afmælið).
Er þetta ekki ofnæmi fyrir aldri?
Þ.
Athugasemdir
Vonandi varstu farin úr nýju fötunum þegar þú faðmaðir postulínið
gudda besta frænka (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.