2006-08-29
Margt fyrst og sumt síðast
Það er rosalega mikið um 'í fyrsta skipti' og 'í síðasta skipti' þessa dagana hjá fjölskyldumeðlimunum á Fífuvöllum.
Yrsa var að fara í fyrsta skipti í skólann í dag. Skvísan að byrja í 6ára bekk. Rosalegur spenningur í gangi og ég veit að hún á eftir að njóta þess í botn að vera loksins komin í skóla. Reyndar er margt skrítið, t.d. hvað innkaupalistann hennar fyrir skólann varðar... til dæmis þarf hún að koma með 2vö stór límstiffti... afhverju 2vö? á að nota bæði hægri og vinstri?
Ég fer í síðasta skipti í vinnuna mína hjá Nobex á fimmtudaginn og í fyrsta skipti í nýju vinnuna mína hjá Applicon á föstudaginn. Töluverð breyting en ég hlakka til að prófa eitthvað nýtt. Auðvitað á ég eftir að sakna vinnufélaganna og alls eineltisins sem ég hef orðið fyrir undan farin 3jú ár... en það reddast.
Þráinn fer í fyrsta skipti á leikskólann sinn á þriðjudaginn næst komandi og vonandi fer hann fljótlega þar á eftir í síðasta skipti til dagmæðranna. Hann fékk að fylgja systur sinni í morgun í skólann og var ekki minna spenntur... reyndar laumaði hann sér inn í röðina og ætlaði með henni inn. Það verður rosalega gott fyrir hann að komast í leikskólann.
Semsagt, einhvern tíma verður allt fyrst og í kjölfarið verður það síðast einhvern tíma síðar...
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.