Verð að vera með...

Þetta 'RockStarSupernova / Magna' æði er frábært. Svona á að gera þetta. Þegar Íslendingar þurfa aðstoð þá er alveg ljóst að það er hægt að treysta á hina tvöhundruðnítíuogáttaþúsunþrjúhundruðfjörutíuogfimm Íslendingana (eða hversu mörg erum við?).

Ég var nú aðeins að fylgjast með umræðunni í gær og það var ekki lengi að hvissast út að hægt væri að kjósa langt fram yfir hádegi með því einu að breyta tímabeltinu og klukkunni í tölvunni sinni - há stjúpid is ðat? Ekki nóg með það að menn gætu kosið fram eftir degi heldur höfðu einhverjir snillingar búið sér til macro sem gerði það að verkum að tölvan kaus fyrir þá stanslaust allt frá á 5 sec fresti og upp í 60 sinnum á mín - ALLA nóttina... Atkvæðagreiðslan í þættinum tvöfaldaðist frá fyrri viku svo annað hvort gekk þetta upp eða kannski eru svo fáir sem horfa á þennan þátt og kjósa í útlandinu að hópefli Íslendinga hefði dugað til þó ekki hefði verið 'svindlað'. Reyndar skilst mér að Ástralir hafi verið að dunda sér undanfarnar vikur við að breyta tímabeltunum hjá sér til að geta kosið Toby lengur og oftar, enda kom það mér ekki á óvart að hann hafi verið með næst flest atkvæðin í gær...

Tær snilld - finna göt í kerfinu og nýta sér það - líka gott að vera ekkert að blaðra um þessa sjálfkjósandi macroa á öðrum tungumálum en íslensku á veraldarvefnum... bara svo að Ástralir fari ekki að apa það eftir okkur...

Það var reyndar annað í gær og það atriði fór rosalega í pirrið á mér, auglýsingar. Auðvitað þarf að auglýsa og auðvitað þarf skjárinn að græða eitthvað og það þarf auðvitað að fylla inn þegar auglýsingar eru í kanaTVinu en í tvígang í gær skellti skjárinn auglýsingum inn áður en atriðin voru búin og það pirraði mig... svo ég tali nú ekki um hel*** KFC auglýsingarnar - sjitt hvað þær fara í nervið á mér.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Já, auglýsingarnar - úff.Í miðjum orðum og ég veit ekki hvað.

Birna M, 31.8.2006 kl. 12:55

2 identicon

Hvað macro-inn varðar þá veit ég ekki nákvæmlega hvernig hann virkar eða er búinn til. Á eftirfarandi blogg-síðu sá ég umræðu um þetta í gær - http://smari.bloggar.is/blogg - svo áhugasamir geta lesið sig til þar og reynt að hafa samband við þá aðila sem segjast hafa skrifað þennan macro.

trufan (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 15:50

3 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það á síðunni http://smari.bloggar.is/blogg - þar er umræða síðan í gær um að hægt væri að kjósa okkar mann fram eftir degi. Í þeirri umræðu eru allaveganna tveir aðilar sem tala um að nota macro við atkvæðagreiðsluna. Áhugasamir geta reynt að hafa upp á þessum mönnum/konum.

Þórir Steinþórsson, 31.8.2006 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband