2007-08-27
Allt á spani...
Ég er líklega drauma golfklúbbsmeðlimur allra klúbba og annarra... ég borga gjöldin en mæti eiginlega ekki eða allaveganna mjög sjaldan þ.a. ekki er ég að taka pláss á vellinum frá öðrum. Ég er reyndar í leyfi þetta árið enda eins gott því til dagsins í gær hafði ég spilað 1 x 18 og það ekki einu sinni á heimavelli. Núna, þegar langt er liðið á ágústmánuð, er ég að spila tvo daga í röð. Ég spilaði á 'uppáhalds' vellinum mínum í gær, Verahvergi, og reyndar verð ég að segja að ég hef sennilega aldrei spilað svona vel á þessum velli - Xaði bara eina (venjulega Xa ég allaveganna 12 holur). Í dag er svo Texas Scramble mót í vinnunni og það á að spila í Kiðjabergi sem er raunverulega einn af uppáhalds völlunum mínum (spilaði þar hinar 18 sem ég hef spilað í sumar). Ég hlakka ekkert eðlilega til. Texas Scramble fyrirkomulagið hentar mér einkar vel sem golfara því ég er eiginlega mjög óstabíll spilari, ef ég hitti drive-in (og trúið mér ég er að hitta þau með nýja drivernum sem ég fékk gefins í sumar) þá hitti ég ekki annað högg, ef drive-in eru ekki að gera sig þá er líklegra að ég plumi mig á brautinni, vippin eru ýmist ofaní eða klesst við pinna eða (oftar) alltof stutt eða allt of löng og að síðustu þá er ég líklegri til að setja niður 12-14m pútt en 20-80cm pútt. Furðulegur spilari... ég veit... Þetta er samt alltaf jafn ógeðslega gaman.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.