2007-08-28
Það hefur aldrei verið eins tæpt...
Úrslitin á golfmóti Nobex liggja nú fyrir. Þetta hefur aldrei verið jafn tvísýnt og í gær, tvö lið efst og jöfn. Mitt lið með 19 pkt á fyrri 9 og 15 á seinni en sigurliðið með 17 á fyrri og 17 á seinni. Hvað er með þessa reglu um að seinni eigi að gilda?
Allaveganna, við skemmtum okkur konunglega og það er ágætis tilbreyting að eiga séns og ná fuglum og pörum á skorkortið holu eftir holu. Ég verð að viðurkenna að þreytan sat í mér eftir Verahvergismótið í fyrradag og núna get ég ekki lyft hægri hendi... segir mér að æfingarleysið og úthaldið er algerlega ekkert og að ég hljóti að vera að gera eitthvað vitlaust í sveiflunni. Ég var búinn að básúna gríðarlegar framfarir mínar við upphafshöggin og því var komin veruleg pressa á mig að sjá um þá hlið mála í liðinu. Það gekk nefnilega rosalega vel og aldrei betur en á sunnudaginn... en í gær... well... say no more... ætli ég hafi ekki náð 2-3 dúndur drive-um, 3-4 nothæfum og rest var rugl...
Nóg um það. Við urðum sem sagt í öðru sæti með jafn marga pkt og sigurvegararnir. Verðlaunin voru samt ekki af verri endanum eða flug og gisting fyrir 18 manns sem eru örugglega stærstu og veglegustu verðlaun sem ég hef nokkurn tíma unnið til. Meira um það síðar...
Þ.
Athugasemdir
Ekki spurning tökum hring.
Drævin eru rosaleg þó ég segi sjálfur frá... sko ef ég hitti... sem fer eitthvað minnkandi þessa dagana...
Þ.
Þórir Steinþórsson, 29.8.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.