Spenningur í loftinu...

Núna eru spennandi hlutir í loftinu...

Ég var að byrja í nýju vinnunni minni hjá AppliCon síðastliðinn föstudag. Fyrsti vinnudagurinn er alltaf svolítið sérstakur. Maður mætir snemma, hittir fullt af fólki sem maður man ekki hvað heitir þegar maður er búinn að snúa sér við, fær sæti sem maður er alls ekki sáttur við, einhvers staðar inn í miðju alrýminu með bakið í alla (að manni finnst). En á hinn boginn þá veit maður að þetta mun allt saman breytast þegar maður er kominn upp á lag með að fá sínu framgengt. Svo hættir maður snemma.

Annars líst mér rosalega vel á þetta allt saman, mikið af spennandi verkefnum framundan og margt nýtt og merkilegt sem maður sér fram á að þurfa að læra - það er gaman að læra...

ÞL var að fara í fyrstu heimsókn í leikskólann í morgun og gekk svona rosalega vel. Fór strax að vinna í því að rústa stofunni, dreifa dóti og hoppa í hvíldarhorninu... hann var svo ekkert á leiðinni heim eða til dagmæðranna eftir heimsóknina, hélt að hann ætti að fara út að leika... Afhverju mega krakkar ekki byrja strax í leikskólanum ef þau eru tilbúin?

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband