2006-09-07
0-2 í ömurlegum leik - Magni - Vax Vergin
Ég fór á leikinn í gær þ.s. gamla konungsveldið átti ekki í vandræðum með okkur Íslendinganna. Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera mikill sparkspekingur en ég hef áhuga.
Þetta ætlaði að byrja vel og fyrstu 4 mín þá var ég alveg viss um að þetta yrði svona einstefnu-eltingarleikur þ.s. við myndum ná að pirra þá með því að halda hreinu... en nei!! Þá settu þeir eitt að mínu viti kolólöglegt kvikindi með aðstoð línuvarðarins sem var nú bara í ruglinu allan leikinn. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig þetta færi að mínu viti. Þeir voru bara með boltann, við náðum aldrei að setja pressu á þá eða valda þeim vandræðum, þeir fundu alltaf lausa menn og sérstaklega á miðjunni. Miðjan okkar var nú ekki upp á einn einasta fisk. Ég er sérstaklega ósáttur við að leikskipulaginu var ekki fylgt, þ.e. JKG var eins og þeytispjald út um allan völl, spilaði bara sjöttaflokksbolta (sem er þannig að allir elta boltann út um allan völl alveg sama hvaða stöðu þeir spila) og þegar það er gert þá opnast svæði út um allt. Ef það á að spila 4 á móti 4 á miðjunni, þá verða menn að halda stöðunum. Dómarinn var nú heldur ekki að hjálpa okkur (nema þegar hann rak ekki ESG út af). Það mátti ekki koma við og reyndar ekki koma nálægt þessum kell...
Nóg um pirringinn og að öðru skemmtilegra...
Magni. Snilld er þetta. Íslendingar eru frábærir. Við erum búin að koma drengnum í loka kvöldið. það hjálpar reyndar að það eru ekki mikið fleiri en við Íslendingar sem eru að horfa á þessa blessuðu keppni af einhverri alvöru. Mér er sama. Þetta er snilld. Fékk sendann ansi skemmtilegan link í gær sem sýnir heimaborgir keppenda og Borgarfjörð Eystra sem kom skemmtilega út. Það er líka gaman að lesa kommentin og umræðuna í kringum þessar myndir og þá sérstaklega komment frá einum pirruðum Íslending sem skrifar á Íslensku og heldur því fram (sennilega réttilega) að yfir 70% af kommentunum eru frá Íslendingum á ensku að auglýsa Ísland. Fyndið. En linkurinn er hér http://boards.live.com/Rockstarboards/thread.aspx?ThreadID=76214&BoardsParam=PostID%3D1212845
Eitt sem ég rak augun í og ég verð að vekja athygli á er auglýsing. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum, geta síendurteknar auglýsingar farið í pirrið á mér... sérstaklega síendurteknar leiðinlegar, illa gerðar, ómarkvissar auglýsingar (fyrsti stafurinn er KFC). Auglýsingin sem ég vildi vekja athygli á er hárvax-meðferðar-auglýsing (Vax Vergin - sem er snilldar hugtak). Það er gaur í auglýsingunni. Ég var alveg hissa. Ef þið munið eftir auglýsingunni þá munið þið örugglega ekki eftir gaurnum og þó að þið hafið aldrei séð auglýsinguna þá geri ég ekki ráð fyrir að þið gætuð séð fyrir ykkur gaur í svona auglýsingu - Vax Vergin
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.