2007-09-19
Ert' iggi að buggl' ímér?
Hrikalegt ástand hefur verið á heimilinu undanfarna daga. Kaffivélin gafst upp eða svo gott sem. Fyrir þá sem ekki þekkja vel til þá eigum við hjónin forláta kaffimaskínu sem sér um að mala og hella uppá einn bolla í einu. Það er hægt að fá mis stóra og sterka bolla og það er meira að segja hægt að skúmma mjólk með aðstoð maskínunnar. Þessi vél sem er ómissandi í lífi okkar hjóna, tók upp á því að skammta heldur naumt á okkur kaffið. Það fór að taka óratíma að fá úr henni örfáa dropa. Heimilisföðurnum þótti þá sniðugt að keyra sjálfvirkt hreinsunarferli vélarinnar. Þega það var við það að klárast heyrðist 'PÚFF'... vélin starfaði eftir það en hún var send í viðgerð.
Núna er vélin búin að vera í viðgerð á þriðja dag og verulegur skjálfti kominn í heimilisfólk vegna koffínleysis. Brugðið er á það ráð á morgnana og reyndar seinnipartinn líka, að skella sér í næstu hús og suða út bolla og bolla. Vona að vélin fari að verða klár fljótlega...
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.