Fer ekki ofan af því að dómarinn í leik Man Utd og Chelsea hafi stolið af mér skemmtilegasta leiknum í enska boltanum til þessa á tímabilinu. Ég er ekki að segja að Júnæted hafi ekki átt sigurinn skilið en kommon... Leikurinn byrjaði af krafti og tvö góð lið skiptust á að sækja og sýna tilþrif. Júnæted ívið sterkari en ég bjóst við miklu af mínum mönnum og gerði ráð fyrir að þeir myndu þéttast þegar á liði. Að mínu viti gerði dómarinn svo afdrifarík mistök þegar hann sendi Mikel í sturtu eftir harða tæklingu á miðjum vellinum eftir um 30 mín. Klárlega gult spjald en rautt illa réttlætanlegt. Í framhaldinu komumst við ekki yfir miðju og sigurinn aldrei í hættu þannig séð. Júnæted hefði kannski átt að fá víti snemma leiks en alls ekki þegar þeir fengu það eftir 88 mínútur. J. Cole átti svo líka að fá rautt spjald eftir pirringsbrot á litla snillanum en slapp vel með gult.
Vængbrotið Chelsea lið en hefði getað strítt júnæted meira en dómarinn stal þessu af mér... fer ekki ofan af því.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.