2007-09-25
Harður heimur... líka fyrir 3ja ára
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og hitti son minn, brá mér örlítið í brún. Drengurinn með storkið blóð í nasavængjunum og rauður í framan. Hann var reyndar úti að leika og það var kalt þ.a. ég var svosem ekkert að spá í þetta meira. Þegar við fórum svo inn og rauði liturinn fór að leka úr andlitinu tók ég eftir því að nefið var töluvert bólgið og það glitti í mar milli augnanna. Ég fór að spyrja hann út í hvað hafði gerst, hvort hann hafi meitt sig á leikskólanum og já hann sagðist hafa hlaupið á hurð. Ég var svosem ekkert að rengja hann í þeim efnum vitandi hversu mikill göslari hann getur verið en var hálf fúll yfir því að við fengum ekkert að vita hjá fóstrunum... afsakið... leikskólakennurunum hvað gerðist í raun og veru þegar við sóttum hann.
Ég ákvað því að ítreka það við deildarstjórann að fá að vita þegar eitthvað svona hendir. Í morgun fékk ég svo að vita að drengurinn hljóp ekki á hurð, hann var kýldur beint í smettið af einhverjum óprúttnum samnemanda sínum og það beint fyrir framan nefið á fóstrunni... afsakið... leikskólakennaranum. Minn maður fékk auðvitað viðunandi aðhlynningu og huggun og allt í sóma með það.
Tvennt stendur upp úr. Annars vegar er þetta orðinn ansi harður heimur sem við lifum í þegar hnefahögg eru látin ganga milli 3ja ára polla á leikskólum þ.a. það blæðir úr og bólgur hljótast af og hins vegar er ljóst að sonur minn er enginn 'skvíler' (sem er gott og vont).
Þ.
Athugasemdir
Mér þykir næstum verra að hann skyldi segja að hann hafi labbað á hurð:(
Hvernig er með barnalandssíðuna? Maður kvittar bara og kvittar....
Bestu Torfuneskveðjur.
Bilda.
Brynhildur (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.