Spurning um að toppa á réttum tíma...

Gleði frétt dagsins. Draumadeildar leik Vísis fyrir Landsbankadeildina er lokið. Við á vinnustaðnum mínum stofnuðum til deildar í upphafi móts. Auðvitað taldi ég mig hafa mikið vit á þessu enda með áralanga reynslu af því að fylgjast með bolta og spila svona netleiki. Ég var því mjög brattur þegar ég var búinn að velja liðið.

Eftir fyrstu umferðirnar kom þó fljótlega í ljós að ég hafði verið að veðja á ranga hesta. Gömlu mennirnir sem ég var að velja í liðið og allir KR-ingarnir voru ekki einusinni að spila. Komust í liðið hjá mér en ekki hjá þjálfaranum. Ég var því lengi að hala inn stig í leiknum. Undir lok móts þegar ég var búinn að breyta liðinu mínu þrisvar eða fjórum sinnum, fóru stigin að hrannast upp. Ég endaði mótið á 355 stigum sem dugði mér til sigurs í innanhússmótinu í vinnunni (+4 stig á næsta mann). Mér reiknast hins vegar til að ég hafi einungis verið í efsta sætinu í einni umferð í allt sumar og ef maður á að velja eina umferð þá er best að velja þá síðustu.

Hægt er að vera í fleiri deildum en einni í þessum leik og ég var í tveimur... í hinni deildinni sem ég var skráður í endaði ég í 3ja sæti og verð ég að vera sáttur við það þar sem 2vö fyrstu sætin höluðu inn yfir 400 stig. Í heildina af öllum liðum sem skráð eru til leiks lenti ég í 584ða sæti en ég veit ekki hversu góður árangur það er því heildar fjöldi liða er ekki gefinn upp.

Liðið mitt var skipað eftirfarandi leikmönnum síðustu umferðina og vil ég þakka þeim fyrir þáttökuna þetta árið:

Hjörvar Hafliðason150.00047
0
0
0
Kristján Valdimarsson150.00041
0
0
0
Ásgeir Gunnar Ásgeirss.   350.00052
0
0
0
Guðmundur Sævarsson   350.00040
0
0
0
Andrés Már Jóhannesson 50.00033
0
0
0
Pálmi Rafn Pálmason   350.00057
0
0
0
Símun Eiler Samuelsen  350.00036
0
0
0
Magnús P. Gunnarsson50.00042
0
0
0
Jónas Grani Garðarsson150.00064
0
0
0
Helgi Sigurðsson500.00067
0
0
0
Matthías Guðmundsson500.00047
0
0
0

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband