París í viku - svííííít

Loksins er komið að því sem beðið hefur verið eftir frá því snemma í haust. Lagt verður af stað á ókristilegum tíma í fyrramálið til höfuðborgar tískunnar. Áætlaður dvalartími er laugardagur til laugardags. Vinnan verður að sjálfsögðu að þvælast fyrir því ég verð á ráðstefnu mánudag og þriðjudag... það þarf hins vegar enginn að segja mér að ég nái ekki að skoða ansi margt og smakka ansi mikið hina dagana.

Rosalega á ég eftir að njóta mín...

Undirbúningur hefur verið með minnsta móti hjá okkur hjónunum sem gæti gert þetta enn meira spennandi... og meira 'spontant'. Ég er búinn að útvega mér ferðahandbækur og forláta DVD disk og gerði það fyrir nokkrum vikum síðan. Hef hins vegar ekki gefið mér tíma í að lesa mig til eða horfa á diskinn. Bókinni verður þá bara flett jafnóðum. Við höfum líka fengið lista yfir 'interesant restúranta' og 'vott tú dú' frá aðilum sem líta á París sem sitt annað heimili og ættu að vera öllum slaufum kunnugir.

Kannski verður tími til að blogga frá París??? Kannski ekki....

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband