París á vel við mig...

Erum komin heim. Misstum að mestu af borgarstjórnar-ruglinu sem er búið að vera í gangi en fengum þó nokkur skeyti og skemmtilega ímeila.

París á vel við mig. Laugardagurinn fyrsti fór náttúrulega í rölt útum allt. Dauðþreytt enduðum við á lúxushótelinu snemma kvölds og borðuðum úti á restúrant nálægt hótelinu. París er svosem ekki stór þannig... það er tiltölulega stutt í allt og metró kerfið þeirra er vel þétt og mikið notað. Sunnudagurinn var tekinn alvarlega, lagt snemma af stað niðrí bæ. Sjampsellisei og sigurboginn, Nottradamm og latínu hverfið og einstaka verslanir. Enduðum úti á lífinu - mjög gaman. Mánudagur fór í vinnu, kokteil og dinner... og þá fékk ég þær skemmtilegu fréttir að það væri búið að bóka fund kl 07:00 morguninn eftir... sjitt hvað það var erfitt að vakna. Eftir fundinn á þriðjudagsmorgun var hlustað á fleiri fyrirlestra vel fram yfir hádegi og svo þurftum við að drífa okkur og skipta um hótel. Ég var ekki að fara að borga heila viku á þessu massa hóteli, nískupúkinn sem ég er. Fluttum okkur um set á hótel sem er staðsett rétt við gömlu óperuna. Ágætis hverfi, mjög sentralt og í göngufæri frá Lúvr og Concorde torginu (þar af leiðandi Sjampsellísei). Hótelið 3ja stjörnu en stóð ekki alveg undir væntingum. Mættum á réttum innritunartíma kl 1400 en þá var herbergið ekki klárt... þurftum að geyma draslið okkar í skúringarkompunni niðrí kjallara til 1500. Fórum strollið í klukkutíma og ég var næstum því búinn að kaupa mér úr. Það kostaði bara 165.000 Evrur og var í rosaflottum trékassa og allt. Sleppti því þarna því við vorum á hraðferð. Tékkuðum inn kl 1500 og lögðum okkur. Ágætis herbergi en vantaði sturtu... gátum bara handlaugað okkur í karinu. Slapp til. Sturtuvesen virðist elta okkur þessa dagana. Út um kvöldið með vinnufélaga - steik með grænni sósu - ágæt en sósan er ekki alveg eins græn og við vorum búin að vona. Sofið út miðvikudag. Strollað í bæinn. Byrjuðum á Lúvr þar sem veðrið var rigningarlegt. Komum út í sól og blíðu. Þá er maður búinn að sjá Mónu Lísu... og reyndar margt annað. Næstu dagar fóru í strætóferðir með túrhesta vagninum... mjög gaman, upp í Effel að kvöldlagi, labb og skoð og verslun. Náði að éta snigla og froskalappir í ferðinni en mest steikur og bjór (já bjór ekki rauðvín þó það hafi aðeins dottið við og við líka). CharlesDuGól flugvöllurinn er ömurlegur og ekkert um að vera og vandamálið er að þú þarft að vera 2,5 tímum fyrir flug til að tékka þig inn... og hvað svo...??? bora í nefið í rúma 2vo tíma... gaman.

Laugardagur - flug heim og faðma grísina... það var góð tilfinning að vita að það var einhver sem beið eftir manni heima. Endaði svo á Megasar tónleikunum í höllinni, vel þreyttut og í sæluvímu. Tónleikarnir eru efni í aðra færslu en nú þarf ég að fara að gera eitthvað...

Þ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gréstu fyrir framan Mónu Lísu?

þáb (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband