2007-10-18
Megas - laugardagurinn 13.10.07
Þvílík snilld!!!
Eins og glöggum áskrifendum af þessu bloggi er kunnugt um Þá var ég í París í síðustu viku. Konan var búin að plana að fara með mig á tónleika Megasar í höllinni en bakkaði út úr því þ.s. við gerðum ekki ráð fyrir að ná þeim komandi heim þann laugardag. Mágkona mín á hinn boginn var ákveðin að fara með kærastanum sínum og gerði sér lítið fyrir og hringdi til Parísar til að tékka hvort hún ætti ekki örugglega að taka miða fyrir mig - ÓJÚ takk...
Tónleikarnir voru vel þéttir og svolítið annað en ég á a.m.k. að venjast á Megasar-tónleikum. Bandið spilaði hart og hrátt og útfærslur ýmissa gamalla perlna var voru hraðar, harðar, öðruvísi og góðar.
Rokk...
Dagskráin var saman sett af lögum af nýju plötunni og gömlum perlum. Það er augljóst að þó að vinsældir karlsins hafa sjálfsagt aldrei verið meiri og að sennilega hefur engin plata hans 'originaly' selst svona mikið eftir útgáfu (ég fékk reyndar 3jú eintök í afmælisgjöf) þá eiga gömlu lögin hug og hjörtu aðdáenda hans. Það er reyndar þannig að ef þú kannt ekki textann þá áttu erfitt með að fylgja karlinum (ef þér finnst hann óskýrmæltur á plötum... farðu þá á tónleika) og það er eins og maður hafi ekki haft nægan tíma til að læra nýju plötuna.
Ég hef sennilega verið eins og smákrakki á jólunum, setið alveg stilltur, opinmynntur og dillað mér í takt við tónaflóðið og snilldina sem streymdi af sviðinu... og sungið með þar sem við átti.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.