Snjórinn er kominn. Er í lagi á meðan það er ekki mikið meira af honum. Verst er þó slabb. Ég þoli ekki slabb. Vonandi blotnar þetta ekki eða svo hraustlega að þetta fari á skömmum tíma.
Annað sem ég þoli ekki eru illa skafnir bílar. Persónulega finnst mér óþægilegt að keyra bíl sem er illa skafinn, sjá ekkert út, þurfa að rýna með hökuna á stýrinu með fjúkið af húddinu í andlitið. Þess vegna legg ég metnað minn í að sópa bílinn minn vel og skafa allar rúður. Mér finnst að aðrir ættu að gera það líka. Ég þoli ekki að keyra á eftir bílum sem eigendur hafa ekki nennu til að sópa af. Ruslið af húddunum þeirra og þökum fýkur þá á mig... þar fyrir utan sér maður ekki bremsu og stefnuljós. Óþolandi.
Nú eru líka raðir hjá hjólbarðasalanum feita (tónlistargetraun: hver samdi lag og texta og á hvaða plötu?). Það er hippsum happs hvort ég nái á undan röðunum eða lendi í þeim. Í hittifyrra var ég á undan röðinni, í fyrra lenti ég í röðinni og lofaði sjálfum mér að lenda ekki í henni aftur... náði fyrir raðir í ár. Mæli með því að vera fyrir raðir.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.