2006-09-17
Verð að mæla með...
Það er nú ekki oft sem við kornin gerum okkur glaðan dag, hendum sílunum í pössun og löbbum okkur inn á kvikmyndahús... en við gerðum það í gær.
Ákváðum að fara á nýju íslensku myndina, Börn, með Vesturport leikhópnum. Þekkjum líka eina stjörnuna og það er alltaf gaman að fara og horfa á einhvern sem maður þekkir framkalla list sýna.
ROSALEGA ánægður með myndina, söguna, leikinn og allt. Þetta var svona eins og góð evrópsk kvikmynd (þegar maður fer í menningarsnobbsgírinn og fer í rúllukragapeysuna og gírar sig á kvikmyndahátíð). Kominn standard í þetta hjá íslenska kvikmyndaliðinu... ánægður meðetta. Myndin er óhugguleg á köflum og töluvert af ofbeldi og mannlegum harmleik en krakkarnir gera þetta svo vel að maður getur ekki annað en haft samúð með persónunum hversu vondar og misheppnaðar þær eru. Eins getur maður vel ýmyndað sér hlutina sem gerðust í myndinni, gerast í íslensku samfélagi í dag eða á morgun (ef þeir hafa þá ekki þegar gerst).
Takk fyrir mig 'gæs' - og þið hin þið verðið að sjá Börn
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.