2007-11-20
Er ekki hægt að fá gott kaffi hérna?
Ég er alveg að klebera. Ég virðist ekki geta fengið almennilegt kaffi hérna í útlandinu. Tjallinn er meira í Te-inu... ég er ekki svo nýjungagjarn og drekk því sullið sem mér er boðið frekar.
Fyrsta morguninn ætlaði ég að fá mér kaffi í 'brekkfastinu' - instant - meiriháttar, strax kominn með hausverk.
Á leið minni á lestarstöðina (þar sem ég tók vitlausa lest - já ég veit) rambaði ég inn á Starbucks. Vandamálið með Starbökks er að þeir eru með ljótar og leiðinlegar kaffivélar... allaveganna þær sem eru í Reading. Niðurstaðan því vonbrigði - reyndar 'bestu' vonbrigðin.
Þegar ég lenti á lestarstöðinni í Bracknell labbaði ég mér inn á lokalinn og pantaði kaffi... sjitt, ekkert eðlilega vont... svolgraði því samt.
Kaffið á skrifstofunni er ekki mikið betra en instantinn... örlítið skárra en ekki mikið. Maður þarf að setja einhverja poka í vélina (sennilega með einhvers konar kaffi massa) og svo frussar hún oní bollann hjá manni. Vandamálið með svoleiðis vélar að þeim er ætlað að búa til súpur og kakó og alls konar óþverra líka... þá ná menn ekki að búa til almennilegt kaffi (eða súpu eða kakó).
Þeir sem til þekkja vita að ég drekk örlítið kaffi, helst 2 bolla áður en ég legg af stað í vinnuna, 1 bolla á leiðinni, 1-2 í morgunkaffi með samstarfsmönnum mínum, 1 áður en ég byrja í vinnunni og svona bolla og bolla jafnt og þétt yfir daginn. Byrja svo yfirleitt á bolla þegar ég kem heim og svo einn og einn með TV-inu á kvöldin.
Ég sakna kaffivélarinnar minnar ógurlega... og vélarinnar í vinnunni. Hlakka ekkert eðlilega til að komast í alvöru vel cremað Lavazza kaffi. Parkódín-skammturinn er að verða búinn...
Þ.
Athugasemdir
Gamli seigur...
Er Brilli ekki DK? Eða hætti hann við eins og allir aðrir í þessu liði?
Þórir Steinþórsson, 20.11.2007 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.