2007-11-21
Er krufning áhugavert sjónvarpsefni?
Eftir vinnu í gær nennti ég ekki að gera neitt. Ég er vel búinn DVD myndum og ákvað því að skella mér bara uppá hótel og horfa á eina bíómynd fyrir svefninn. Ákvað samt að kveikja á sjónvarpinu og 'brása' í gegnum stöðvarnar... Þegar maður er á ódýru hóteli þá er ekki hægt að búast við miklu og sjónvarpsrásir eru ekki undantekning. Á einni stöðinni í gærkvöldi var sennilega einkennilegasti sjónvarpsþáttur sem ég hef nokkurntíma orðið vitni af. Þátturinn gekk út á að kryfja einstakling í sjónvarpssal. 'Há sikk is ðatt?' EÐA 'Há intrestíng is ðatt?' - spurning. Ég var svo hissa á þessu að ég datt á bólakaf í þáttinn. Þáttarstjórnandinn og aðalstjarnan var stórfurðulegur þýskur gaur sem talaði ensku með mjög hörðum þýskum hreim. Til halds og trausts hafði hann greinilega annan lækni sem var í því að spyrja hann út úr og útskýra hitt og þetta fyrir gestum í sal. JÁ ÞAÐ VORU GESTIR Í SAL. Svo auðvitað aðstoðarmenn sem voru í því að rétta honum hnífa, sagir, bora og hitt og þetta. Að lokum var listamaður í því að mála beinagrindur og líffæri á naktar fyrirsætur sem notaðar voru til frekari útskýringa. Sjitt hvað þetta var bilað. Á borðinu í gær var eldri kona sem hafði greinilega verið lamin sundur og saman og svo 'dottið' fram af háu húsi eða framaf svölum... eðlilegt. Svo var bara ekkert eðlilegra en að opna kerlinguna og skoða þetta allt saman. Fólk í salnum var ýmist mjög áhugasamt eða hélt fyrir vit sín með vasaklút.
Skjár 1 - nýtt efni?? eða bara RUV?? fræðsla í hæsta gæðaflokki fyrir þá sem hafa áhuga á krufningum.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.