Fússball...

Ég fór í fótbolta á mánudagskvöld. Uppáhalds fótboltaveðrið mitt, tiltölulega lygnt og úði. Ég verð að taka það fram að ég hef ekki spilað fótbolta í marga marga marga marga mánuði - en það er nú samt þannig að maður heldur alltaf að maður geti enn gert hluti sem maður sannanlega gat gert fyrir mörgum mörgum mörgum mánuðum síðan (eiginlega árum). Leiðrétting. Maður getur það ekki. Ég var rosalega góður í 5 mín. en eftir það (55 mín) þá gat ég ekkert... ég gat ekki andað, ég gat ekki hlaupið, ég gat ekki skotið á mark eða sent boltann skammlaust frá mér. Ekki það að hausinn vissi alveg nákvæmlega hvað hann vildi og ætlaði að gera, skrokkurinn fylgdi bara ekki skipunum.

Ég ætla að reyna að halda út í 15 mín næsta mánudag... 

En rosalega er þetta gaman...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vinur...ég æfi 2svar í viku, 1 og hálfan til 2 tíma í senn + spila 90mín leik einu sinni í viku hér á jótlandi í aldrei undir 20°c hita (kominn með 2 mörk og eitt rautt). þetta snýst bara um eitt; bjútí is pein!!!!!

Tommi (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband