DK á morgun og vonandi allir á batavegi

Síðastliðnar 2vær vikur hafa ekki verið neitt spes. Það er eins og fjölskyldan hafi verið lögði í tvíelti. Bæði magakveisan og hitakveisan hafa herjað heimilisfólkið. Skvísan litla hefur þó sennilega lent hvað verst í pestinni og legið nánast upp á dag í að verða 2vær vikur. Það er ekkert gaman að tala um veikindi og ekkert gaman að vera veikur...

það sem er skemmtilegt að tala um er 'Júní - Júlí - Ágúst' ferðin sem ég er að fara í með vinnunni. Júní - Júlí - Ágúst er tilkomið vegna þess að þegar YR var um 3ja ára og í jólaheimsókn hjá ömmu sinni sem þá bjó í DK átti hún að vekja föður sinn með því að hvísla í eyrað á honum að nú væri 'Julefrukost-inn' tilbúinn. Sú stutta kom æðandi inn í herbergið og sagði hátt og skírt að nú væri kominn Júní - Júlí - Ágúst!!
Allaveganna, fyrirtækið er að fara í jólaferð til Köben og búið er að plana átveislur bæði föstudags og laugardagskvöld með tilheyrandi, hópferð í græjubúð (ha?) og svo á að versla eitthvað til hjólanna. Krakkarnir eiga ekki að verða fyrir vonbrygðum þessi jólin. Skoðunarferð til vinafólks okkar þ.s. nýja skvísan verður tekin út (reyndar bara við hjónin... ekki allir í fyrirtækinu) og fleira og fleira.

Djö... hlakka ég til.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir komuna, það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn.

 sjáumst á klakanum í jan.

Aggi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband