síðustu dagar...

Jæja - ekkert blogg í marga daga...

Ég var að renna yfir síðustu færslu og verð að tilkynna að ég fór ekki í fússara í gær... ég veit, lélegt!! Engar afsakanir... EN ég var að drepast í ónýta hnénu... er nú samt á bömmer yfir þessu núna... hefði átt að pína mig... það er svo gaman eftirá.

Hitti múví star vin minn í síðustu viku í löns... ræddum heima og geyma og þá aðallega nýjustu bíómyndina hans Börn, sem ég þreytist ekki á að segja hvað er góð. Gaman að heyra sögurnar á bakvið vinnuna sem þessir krakkar lögðu í þetta verkefni. Ef þið eruð ekki búin að sjá myndina drífið ykkur þá... (varð að skrfa þetta komment því ég veit að hann ætlar að kíkja inn á síðuna).

Nýja vinnan er að kikka bigtæm inn þessa vikuna og ég geri ráð fyrir að vera drekklóded næstu vikur. Það er nú bara gaman... ég var kominn með hálfgerð fráhvarfseinkenni vegna fundaleysis um daginn en nú er þetta að breytast.

Nýjustu fréttir af græjueign heimilisins... heimabíó kerfi - hvernig gat ég verið án þess? Þvílík snilld!! það er allt annað að horfa á fréttirnar núna, svo ekki sé talað um bíómyndir. Hausinn var líka búinn að gera ráð fyrir upphengdum hátölurum í sjónvarpsrýminu í nýja húsinu - ooh hvað ég er séður, engar snúrur, allt inn í vegg...

Endilega kíkð í bíó og kaffisopa... það er gaman

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband