Yddarinn á lofti...

Gleðilega síða hárið...

Aldeilis kominn tími á að blog-blýanturinn verði yddaður. Ætli þetta sé ekki lélegasta blog-árs byrjun mín í langri blog-sögu (sennilega annað árið). Allaveganna vonast ég til að halda úti smá fréttaskýringum af mér og mínum en sneiða hjá þjóðfélagsumræðunni að mestu eins og ég hef gert undanfarin ár.

Árið fer heldur betur vel af stað. Allir temmilega grömpý eftir vel heppnað og óvenjulangt jólafrí. það er erfitt að rífa sig í gang, smyrja hjólin og dusta ryðið.

Markmiðið hjá karlinum er að vera sundskýlufær snemmsumars. Ekki eru til sundtjöld í fataskápnum sem dekka vöxtinn í dag... en það er ein flott speedoo skýla sem býður mín... árgerð 1988... hvernig væri það...?
Þegar hefur verið hafist handa við reglulega hreyfingu. Búið að taka fram skóna og búið að fara nokkrum sinnum í rækt. Í gær var svo fyrsti mánudagsboltinn. Jú karlinn verður á mánudagskvöldum í bolta. Þó ég segi sjálfur frá þá hef ég engu gleymt hvað tækni varðar og sendingarhæfni... miðið í skotum hefur aðeins skekkst en ég geri ráð fyrir að ná að stilla það af fljótlega. Heimsfrægar og vel heppnaðar utanfótarsnuddur sáust þó nokkrum sinnum í gær og vöktu kátínu og gleði meðspilara en ótti færðist yfir andlit andstæðinganna því þegar karlinn kemst í gang þá er fátt sem í vegi hans getur orðið. Ég sá líka nokkra kosti við öll kílóin því þau voru vel nýtanleg í ýmsum návígum. Barátta um lausa bolta var æði ójöfn ef karlinn í öllu sínu 95kg. veldi var á staðnum...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

það er alveg ljóst að menn eru fljótir að gleyma hversu geysiöflugur knattspyrnu maður ég var á mínum yngri árum, teknískur, flótur, útsjónarsamur, skotfastur og fastur fyrir...

þyngdin segir svo ekki allt... það er þungt í mér pundið (ræt...)

Þ.

Þórir Steinþórsson, 9.1.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband