Áfram Ísland !!

Nú er það nokkuð öruggt (þó að ekkert sé öruggt í þessu) að við förum áfram í milliriðla í þessu blessaða Evrópumóti. Spurningin er bara hvað við fáum að taka með af stigum. Draumar mínir geta enn ræst, við getum farið með 4 stig... næst best er að taka Frakkana og Svíar komast áfram og þá fara öll þrjú liðin áfram með 2vö stig. Líklegast er nú samt og niðurstaðan sem ég held að flestir geri ráð fyrir er sú að Frakkar fara með 4 stig, Svíar 2vö og við ekkert. Það gerir það að verkum að næstu leikir þar á eftir verða fáránlega erfiðir ef það á ekki að spila um 9unda sætið.

Ég hef lýst því yfir áður og ég geri það enn og aftur... við vinnum Frakkana!

Annar kapituli er svo umfjöllun RUV um EM. Virðingarvert að sýna leiki íslenska liðsins en ég er sammála þeim sem hafa verið að gagnrýna RUV, það er ekki nóg. Þegar maður er að fylgjast með gangi liðsins á svona móti þá þarf maður að fá að fylgjast með andstæðingunum líka, ekki bara úrslitunum heldur því hvernig þeir eru að spila. Það gerir leikina okkar skemmtilegri og maður getur þóst hafa enn meira vit á þessu en maður hefur. Er svona mikið mál að fá aðra útsendingartíðni fyrir aðra stöð? Getur RUV ekki stillt upp íþróttarás, hliðarrás? Er það svona dýrt? Nær það þá kannski ekki til allra landsmanna? Geta leikir Íslands þá ekki verið á aðalstöðinni og einhverjir aðrir leikir og umfjöllun verið á hliðarrásinni? Er kannski of mikið að gera hjá íþróttafréttamönnum stöðvarinnar? Geta þeir ekki sinnt einu móti án þess að það bitni á öðrum íþróttafréttum? Þar að auki væri örugglega hægt að fá menn til að halda uppi spjalli og lýsa leikjum fyrir lítinn pening á svona hliðarrás, menn sem kannski eru ekki verri lýsendur en þeir sem fyrir eru og myndu jafnvel gera þetta að hluta til að hugsjón einni saman í þeim tilgangi að vera einu sinni með almennilegt mót?

Ég veit svosem ekki hverjir möguleikar RUV eru í þessum efnum. Kannski eru þeir bundnir einhverjum skyldum sem ég veit ekki um, kannski mega þeir ekki sýna nema leiki Íslands í sjónvarpinu og hina leikina á netinu þó þeir hafi tryggt sér réttinn á mótinu. Kannski felst bara í því trygging á að enginn annar fái að reyna fyrir sér í þessu og gera þetta almennilega? Það er bara sorglegt að vita til þess að íþróttastöð landsmanna (Sýn) geti boðið mönnum upp á að velja úr hvaða leik sem er í fótboltanum helgi eftir helgi með því að raða þeim á 5 hliðarrásir en RUV getur ekki haft eina rás rétt á meðan þetta blessaða mót er í gangi.

Ef þetta væri hægt þá væru allir sáttir, bæði þeir sem hafa rífandi áhuga á að sjá fleiri lið en Ísland spila á þessu móti og eins fyrir þá sem ekki hafa minnsta áhuga á handbolta og fyllast ekki þjóðarrembingi á að hlusta á þjóðsönginn spilaðann á tvöföldum hraða... þeir geta þá fengið að horfa á 'út og suður' eða 'sunnudagskvöld með Evu Maríu' án þess að dagskráin raskist nokkuð.

Og hvað með það þó að fréttir séu nokkrum sinnum háftíma fyrr eða hálftíma seinna? Og hvað með það þó að dagskráin hliðrist til um klukkutíma hér og klukkutíma þar vegna þess að Íslenska landsliðið er að spila á EM í handbolta? Er fólk svona einhverft að það getur ekki hliðrað til í hausnum á sér? Getur það ekki sætt sig við breyttar tímasetningar á fréttum? Er fólk þá yfir höfuð búið að jafna sig á því að fréttir eru ekki lengur kl 20:00?

Annars kemur þessi umræða upp á hverju stórmóti... möguleikinn á hliðarrásum hefur verið fyrir hendi fyrr en ekki eins áberandi augljós og í dag. Hvernig væri að kanna málið fyrir næsta mót?

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danirnir sinntu þessu af fagmennsku og sýndu ávallt leiki með hinum liðinum á TV2 Sport (hliðarrás frá TV2) sem og hægt var að nálgast alla leikina á netinu hjá þeim. Þar horfði ég m.a. á Frakka og Ungverja leikina.

Vandamálið er einfaldlega við leggjum meiri áherslu á erlent íþróttaefni og höfum ávallt gert. Ef þú spyrð einhvern með hvaða liði þeir halda þá er 99% líkur á því að svarið sé eitthvað enskt lið. Því er öfugt farið í DK þar sem allir halda fyrst með dönsku liði og síðan bara einhverju liði sem Dani spilar með t.d. Liverpool, Aston Villa, Sevilla eða Getafe.

Aggi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband