Skúringagræjukynning - hvað er málið?

Merkileg samkunda var haldin heima hjá mér í gærkveldi... Þrátt fyrir ófærð og slæmt veður, hrúguðust heim til mín heimilisfrýr götunnar til að hlusta á fyrirlestur um óbilandi kosti skúringagræjanna sem framleiddar eru af kompanýinu Enjo. Fyrirlesarinn hélt lofræðu um alls kyns klúta, hanska og skrúbbefni og gekk svo langt að smyrja eldhúsbekkina með smjörlíki til að sanna mál sitt... hrúga af smjörlíki hvarf eins og dögg fyrir sólu með léttri stroku undraklútsins (þess græna). Hvíti hanskinn er notaður á baðherbergið og er þá sama hvort þrífa á sturtuklefann, vaskinn, klósettið eða spegilinn (mælt er með því að eiga 2vo hvíta hanska, annan sérstaklega fyrir klósettið). Göptu frýrnar af hrifningu yfir þessum töfrabrögðum... þó að margar hverjar hafi séð þessa sýningu áður.
Auðvitað hefur maður ekkert um þetta að segja, hvers kyns skrúbb er keypt inn til heimilisins...
Að kynningu lokinni breyttist samkundan auðvitað í saumaklúbb þ.s. málefni líðandi stundar (þó aðallega innanbúðarmál hvers og eins) voru rædd. Ég sá og heyrði fljótlega að þetta var enginn staður fyrir mig (á þessum tímapunkti var búið að bjóða mér í kökuafganga). Það er ekki vinnandi vegur fyrir einn karlmann að rökræða við 10 frýr í götunni.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband