2008-02-09
Það kom að því að Superman fataðist flugið
Ég er pabbi Supermans... ég er stundum pabbi Spidermans líka og jafnvel pabbi stökkbreyttu táningsninjaskjaldbökunnar Legó (ekki Leó eða Leonardo heldur Legó).
Superman (sem er stundum Spiderman og stundum STS Legó) þarf mikið að hreyfa sig og ég hef það hlutverk að elta hann út og suður. Skemmtilegast er að príla upp á eitthvað verulega hátt og hættulegt, hanga í efstu rimlunum í íþróttasalnum, stökkva niður af veggstubbum, eldhúsinnréttingum og stigum.
Einu sinni sem oftar vorum við í íþróttaskólanum í morgun... En nú fataðist Superman flugið... í einu veltistökkinu ofan af einhverju himinháu, hitti hann ekki dýnuna og skall með andlitið í parketlagt gólfið.
Superman er með kúlu á enninu í dag.
Superman lét þetta ekkert á sig fá og hélt áfram að príla og stökkva fram af háum stöllum, eftir smá huggun hjá pabba Supermans.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.