Þar fór það...

Bumbubolti á mánudögum... mætti galvaskur og til í slaginn í neongulu chelsea stuttbuxunum. Gott ef formið er ekki að koma til, gott ef ég er ekki farinn að hitta betur á rammann og samherjana og allt þetta þrátt fyrir að hafa komið sjálfum mér á óvart hversu góður ég er í fótbolta. Get ég orðið betri en bestur?
Allaveganna... mánudagskvöld... liðið 3rem yfir... ég að sóla einn og svo BANG... hræðilegasti verkur sem ég hef fundið fyrir. Ég hélt að einhver hefði sparkað í kálfann á mér og ég heyrði ógeðslegt hljóð þegar hásinin slitnaði. Lá eins og skotinn og orgaði eins og grís. Djö var þetta sárt.
Vinur minn fór með mig beint heim til sín þar sem konan hans sjúkraþjálfari tók á móti okkur og þegar hún var búin að skoða þetta í smá stund þá sendi hún okkur upp á slysó. Þar sátum við til að verða 02:30 og ég settur í gips og sagt að koma í aðgerð morguninn eftir kl 08:30 en ég yrði að vera fastandi 6 tíma fram að mætingu (gott að segja það 02:30).
Það er ævintýralegt að bíða á slysó. Ég taldi einn fara inn á undan mér en 17 út. Beið frammi í 50 mín og inni í 50 mín (ca). En þau voru öll af vilja gerð og vildur allt fyrir mig gera en það var auðvitað ekki bæklunarlæknir í húsinu þ.a. það var hringt í einn... Hvernig á hann að meta í símanum hvort á að skera eða gipsa... eða hvort það þarf að skera strax eða hvort það má bíða til morguns? Úr varð að ég skyldi mæta 08:30 þriðjudagsmorgun til að fara í skurðinn.
Ég mætti 08:30... þá þurfti að finna réttu deildina... þegar hún var fundin var mér vísað til sætis... svo beið ég... svo talaði ég við hjúkkuna og svaraði fullt af spurningum... beið... svaraði sömu spurningunum skriflega... beið... talaði við svæfingarlækni (sem hafði svo ekkert meir með mig að gera) sem spurði sömu spurninga... svo beið ég... talaði svo við læknanema sem spurði mig sömu spurninganna... og svo beið ég. Afhverju geta þeir ekki spurt þig einu sinni og lesið svo svörin hjá hvort öðru? Pirraði mig samt ekkert á þessu. Fékk næringu í æð og sat eins og illa gerður hlutur með löppina hálfa uppí loft frammi á gangi í biðstofustól... meiriháttar.
12:00 fékk herbergi, rúm til að leggjast í og meiriháttar sexy LHS nærur... hver hefur geð á að stela þessu? Jæja... dormaði þarna í klukkutíma... rúllað í svæfingu og svo man ég ekki meir fyrr en um 16:00 þegar ég lá á vöknun - hress og kátur... 16:30 var mér svo rúllað aftur niður í herbergi og ég fékk að borða og drekka og var bara kátur. Þá fór ég að grenslast fyrir um hvort það kæmi læknir að tala við mig, segja hvernig þetta hafi gengið og hvernig ég ætti að hafa þetta og haga mér næstu daga. Læknir kom um 23:00. Gat ekki útskrifast fyrr. Kominn heim um miðnætti.

Þetta var saga síðasta sólarhrings... ég sé ekki fram á að keyra bíl næstu vikurnar því hásinin fór hægra megin... og ég má ekki stíga í löppina. Þetta verður meiriháttar.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Takk gamli... við erum eins með þetta... getum tekið því rólega marga mánuði og jafnvel ár án þess að það sjáist.
Ég var samt heppinn því kvikindið fór ekki alveg í sundur og rúllaðist því ekki upp í hnésbót... en hún hékk tæpt og ekkert að gera nema að skera.
Bara 3rennt sem böggar mig:
a) get ekki keyrt því þetta er hægri
b) hvernig verð ég orðinn þegar golfsísonið byrjar
c) ég þarf að leggja extra á mig til að vera flottasti pabbinn í lauginni í sumarfríinu á Tenerife í sumar

Þ.

Þórir Steinþórsson, 13.2.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

a) þetta er spurning um að komast til og frá vinnu... og annarra staða... ég bý næstum því í Grindavík
b) ég er ekki að spá í getuna eða hversu góður ég er, ég er að spá hvernig mér gengur að ganga 18 holur... þið ættuð að vita það að ég er ekki mikið að ganga eftir brautinni og þarf því að ganga nokkrum km lengra en meðalmaður
c) þetta er allt í hausnum... spurning að hugsa Brad og þá er maður Brad

Þórir Steinþórsson, 14.2.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband