hmmmm enginn símtöl í dag???

Lenti í stressi í morgun. Átti að vera á fundi út í bæ kl 08:30 þ.a. hugsunin var að millilenda ekki í vinnunni (enda ekki vanur að mæta þar fyrr en að verða 09:00). Ég er nú vanur umferðarteppum á morgnana en þær virka verr þegar maður er að flýta sér og þarf að vera mættur einhvers staðar á ákveðnum tíma... Allaveganna ég mætti á fundinn aðeins of seint.

Fundurinn drógst svo um 30 mín. sem þýddi að ég var orðinn of seinn á næsta fund (fundardagur í dag) - meiriháttar!! Flýtti mér á næsta fund og náði að mæta þar á réttum tíma. Strax eftir þann fund var annar fundur með öðru fólki en sem betur fer í sama húsi. Nú var það ekki ég sem var seinn Ullandi...

Eftir allar þessar hremmingar þurfti ég að nota símann... enginn sími. Ég vissi að ég hafði verið með hann um morguninn því ég lét vita að ég yrði of seinn á fyrsta fundinn. Svo nú hófst ég handa við að snúa öllu á hvolf. Allt drasl tekið úr töskunni og skriðið í gólfinu á bílnum en ekkert fannst. Ákvað að hringja í símann og jú hann var á fyrsta fundarstaðnum. Viðkomandi var mjög almennilegur og bauð mér að koma bara og sækja símann (eðlilega). Málið er hins vegar að þetta er eitt af þeim húsum í borginni þ.s. þú kemst ekki inn nema í fylgd með starfsmönnum og engin móttaka er og enginn dyrasími. Ég spurði því viðkomandi hvernig ég kæmist inn... jú hringdu bara í símann þinn og ég skal svara og hleypa þér inn!!!! Hvað eru margir með tvo síma??? Allaveganna ekki ég...

Ég er semsagt kominn með símann aftur ef þið þurfið að ná í mig... en rosalega var þetta góður dagur... engin símtöl... (reyndar 8 missed call og 4 sms)

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband