Morgunstund gefur og gefur

Nú er aðeins farið að reyna á 'venjulega' daga, þ.e. allir að vinna og í skóla. Okkur kveið fyrir þessum dögum því gipsmaðurinn ógurlegi er ekki til stórræðanna við heimilisstörfin hvað þá að koma frá sér krökkum í skólann. Við tókum þann pól í hæðina (sumir vilja meina að þetta eigi að vera 'polí hæð' þ.e. hæð pólstjörnunnar en ekki eitthvert viðmið í brekku) að fara snemma í rúmið á kvöldin og rífa alla upp fyrir aldir. Þetta er að skila sér. Það eru meiri rólegheit við morgunstörfin, ekkert stress, ekki þarf að reka á eftir liðinu og öllum líður betur... nema ég er að drepast í 'fótnum'.

Eins og ég er mikill Bé maður (ef það er týpan sem vakir frameftir og sefur út) þá sé ég ótvíræða kosti þessa fyrirkomulags. Allaveganna á meðan ég er fatlaður. Ég hef heldur ekki verið að rembast við að vinna á kvöldin og fram á nætur enda alveg búinn á því eftir daginn á skrifstofunni og þarf bara að liggja í sófanum... hef ekki einusinni rænu á að spila PS3 eða horfa á bíó... ligg bara eins og skata og þigg kaffi og meððí uppí sófa. Einhvrejir kynnu að líta á það sem lúxus sem það er upp að vissu marki... þetta fer að verða neyðarlegt.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

vissurru það ekki??

Þórir Steinþórsson, 20.2.2008 kl. 10:55

2 identicon

Djöfulsins álag er á karlinum. Verst að það er ekki HM eða Ólympíuleikar í imbanum - léleg tímasetning hjá þér.

EB (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:44

3 identicon

Getur maður pantað svona gifs einhvers staðar ? Gæti alveg hugsað mér að taka nokkar vikur í PS3 ....  nei annars

Síðan er Trúfan ekki framsóknarmaður, hann er fyrrverandi afturhaldskommatittur sem snérist snarlega í helbláann sjalla (flutti inn á tengdó) en svona með árunum að hallast í sófakomma, sem svo sem mætti kalla framsóknarmann :)

Pétur mágur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband