2008-02-28
'Gróusögur eða í besta falli hauga-lygi...'
Aðalmál á dagskrá - sjúkrasagan.
Endurkoman á LSHSVFV (eða LandspítalaháskólasjúkrahúsviðFossvog) gekk framar vonum í gær. Allt lítur vel út, skurðurinn fínn og sinin enn saman eftir aðgerðina og engar óþarfa uppákomur. Ég náði loksins tali af lækninum sem ber ábyrgð á skurðinum og lagfæringunni, ungur hress gaur sem sagði mér allt sem ég vildi fá að vita og líka það sem ég vildi ekki vita.
Mér fannst t.d. ekkert gaman að heyra að ég þyrfti að vera í gipsi í 2vær vikur í viðbót þ.s. ég má ekki stíga í fótinn áður en ég fæ göngugips sem ég þarf að vera í næstu 4ar vikurnar. Eftir það má ég búast við a.m.k. 6 mánuðum í endurhæfingu og ég ætla rétt að vona að 5-7 km ganga á dag með golfsett á bakinu sé þar skv. læknisráði.
Eitt athyglivert kom þó fram þegar ég fór að spyrja hann útí hversu slæmt þetta hefði verið því ég stóð í þeirri meiningu að sinin hefði ekki slitnað alveg því ég hef heyrt að hún rúllist þá uppí hnésbót og þá þurfi að rista upp kálfann og sækja hana... Læknirinn hristi þá hausinn og glotti út í annað og sagði það hinar mestu Gróusögur eða í besta falli hauga-lygi. Hásinin er ekki teygja og spólast ekkert í burtu við að slitna. Mín hefði t.d. kubbast í sundur og bara vegna þess að það er vel strekkt á henni þá fór efri endinn eina 2-3 cm frá þeim neðri... allt og sumt.
Þar hafið þið það þeir sem hafa lifað með þessar ranghugmyndir í hausnum eins og ég.
Vonandi slítið þið aldrei hásin...
Þ.
Athugasemdir
Hægri... þess vegna get ég ekki keyrt sjálfskiptu kerruna
Þórir Steinþórsson, 29.2.2008 kl. 11:31
Hvaða marblettasögu ?
Einar Baldvin (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.