Að standa á 'einari'

Það er ótrúlegt hvað maður getur saknað þess að gera og framkvæma hversdagslega hluti. Hlutir (eða á maður kannski að segja athafnir?) eins og að hlaupa á eftir stráknum, skutlast út í bílskúr, hlaupa út í búð, taka bensín á bílinn, keyra bíl og pissa standandi.
Já pissa standandi (og mér er sama hvað Toggi pungsjampó segir) er einhvern veginn nauðsynlegt og það er athöfn sem maður saknar þegar maður er nýkominn úr aðgerð og er gipsaður á annarri löppinni og er sárþjáður og getur bara setið og legið. Sitjandi á dollunni og pissa er ekkert á við það að standa og láta buna hressilega í pollinn í miðjunni. Um leið og ég treysti mér til fór ég því að pissa standandi... en auðvitað bara á annarri löppinni. Ég skora á ykkur karlmenn sem lesið þetta að prófa... þetta er ekkert mál fyrst en maður verður ansi þreyttur ansi fljótt í þeirri löpp sem standa þarf í. Eitt sem þarf að huga að er staðan. Það er ekki hægt að standa með fótinn sem staðið er í á þeim stað sem hann er vanur að vera á (örlítið til hliðar við dolluna) heldur þarf fóturinn að standa nær algerlega fyrir miðju því þungi líkamans þarf að vera yfir stöðu fætinum og þá hallar allt systemið.
Já hlaupa á eftir stráknum. Spiderman var fljótur að átta sig á því að karlinn var ekki eins snar í snúningum og áður og á í erfiðleikum með að ná í skottið á honum. Drengurinn nýtir sér það til fullnustu og svo til að snúa hnífnum í söltuðu sárinu, finnst honum gaman að bjóða karilnum í kapp... og þá sérstaklega upp stiga.
Kvöldmatarreddingum hefur líka fækkað í kjölfar þess að ég er ekki ökufær og hvað þá búðarfær. Það er ekki svo auðvelt að skutlast eftir hlöndu eða skutlast í búð á leiðinni heim. Nú er bara étið úr ísskápnum og það sem betra er, frystiskápnum. Það var nú alveg kominn tími á að létta aðeins á kjarnorkustríðsbirgðunum.
Heimilisstörfin eru nánast á hold... sem er gott að mörgu leiti... nema vinnan lendir öll á konunni sem verður bara þreyttari fyrir vikið og ég fæ samviskubit yfir því að hún þurfi að gera allt fyrir utan það að ég held að hún sé komin með annað Excel skjal sem heldur utan um allt og ég fái reikninginn í sumar... ég á eftir að þurfa að borga þetta allt saman með áföllnum vöxtum... sem eru ekki lágir skal ég segja ykkur, ef þið haldið að vextir bankanna séu í ruglinu þá ættuð þið að sjá vaxtaálagið sem ég bý við.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

ég man ekki til þess að hafa tekið þig nokkurn tíma alvarlega...

Þórir Steinþórsson, 4.3.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Þökkum stuðninginn....
'sumirá sumirá sumirá bomsum...'

Þórir Steinþórsson, 5.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband