yfirgengileg þreyta af völdum svefnleysis...

Úff!! nú er okkar maður þreyttur... júneorinn svaf ekki vel í nótt sem leið. Aumingja karlinn er búinn að vera hóstandi undanfarnar vikur og það endaði með læknaheimsókn fyrir um 10 dögum og pensilín kúr síðan þá. Hann skánaði strax fyrstu dagana á kúrnum og svaf eins og engill og hóstaði ekki neitt... en viti menn... undanfarna daga (enn á kúrnum) hefur hóstinn versnað frá því sem var fyrir læknaheimsóknina... Svo vorkennir maður greyinu svo þegar hann er að vakna upp við hálssærandi hóstann með munninn fullan af hálshori... Allaveganna hann var ekki á því að sofna í nótt eftir að hafa vaknað upp. Ég tók þá á það ráð (sem ég veit að ég á ekki að gera en stundum er maður bara of vitlaus til að hlusta á sjálfan sig) og lagðist inn á gólf til hans... hann var með það sama kominn að kúra á gólfinu og ég svaf ekki eina mínútu frá u.þ.b. 03 í nótt

Þess vegna er ég þreyttur í dag

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband