Sumarbústaðarferð á 'einari'

Ég tók þá yfirveguðu ákvörðun að gefa frúnni sumarbústaðarferð í afmælisgjöf. Hún hreinlega elskar að fara í bústaðarferðir og þá er alveg sama hvort það er á sumrin eða helgarferðir á veturna. Hún varð því himinlifandi með gjöfina... í 3jár sekúndur... eða þangað til að það laust niður í hausinn á henni að hún þyrfti að sjá um allt og þá meina ég allt.

  • Ég hef venjulega séð um að pakka, hún finnur til föt en ég raða í töskuna en ég hef venjulega séð um útiföt á alla - nú þurfti hún að sjá um það (líka að finna tösku á háaloftinu).
  • Hún hefur alltaf séð um innkaup á mat en ég hef oft verið liðtækur í að keyra innkaupakerrur um verslanir - nú þurfti hún að sjá um það og pakka matnum.
  • Ég hef venjulega borið draslið út í bíl og raðað - nú þurfti hún að gera það.
  • Ég hef venjulega ekið - nú þurfti hún að gera það.
  • Ég hef venjulega borið draslið inn í bústaðinn - nú þurfti hún að sjá um það.
  • Hún hefur hins vegar alltaf séð um að ganga frá matnum í ísskápinn - og auðvitað gerði hún það líka.
  • Við höfum venjulega verið dugleg að skipta með okkur verkum í svona ferðum, hún eldar yfirleitt en ég hjálpa þá til við að ganga frá og vaska upp - nú þurfti hún að gera allt.
  • Við höfum venjulega hjálpast að við að pakka draslinu aftur - nú þurfti hún að gera það.
  • Ég hef venjulega pakkað í bílinn - nú þurfti hún að gera það.
  • Ég hef venjulega þrifið bústaðinn á meðan hún hefur haft ofanaf fyrir krökkunum - nú þurfti hún að þrífa og hafa ofanaf fyrir krökkunum (eða planta þeim í bílinn með mér og hlusta á útvarpið).
  • Ég hef venjulega keyrt heim - nú þurfti hún að gera það.
  • Ég hef venjulega borið draslið inn úr bílnum þegar heim er komið - nú þurfti hún að gera það.
  • Við höfum svo venjulega hjálpast að við að ganga frá þegar heim er komið - nú þurfti hún að gera það.

Sjálfsagt hefur hún fleiri hlutverk en upp eru talin í listanum og vil ég ekki gera lítið úr því, en þessi atriði bættust þá allaveganna við verkefnalistann hennar þessa afmælis-ferð.

Það tók svo steininn úr þegar við komum á föstudagskvöldinu að bústaðnum því það var svo mikill snjór að varla sást í hann. Hún þurfti því að moka okkur inn - verkefni sem venjulega hefði fallið mér í skaut.

Ég er svona að spá hvort þetta hafi verið jafngóð afmælisgjöf og henni var ætlað að vera? Ég gef henni kannski bara borvél á næsta ári.

Niðurstaðan er samt hálfógnvænleg því þegar konan er farin að taka að sér svona mikið af verkefnum heimilisins þá er alveg viðbúið að hún átti sig á því að maður er óþarfur...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Þurftir þú endilega að útvarpa því!?!?!

Þórir Steinþórsson, 7.3.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

'Traustur vinur getur gert... duddudu'

Þórir Steinþórsson, 7.3.2008 kl. 13:58

3 identicon

Ég hefði frekar viljað borvél í afmælisgjöf! Hún var meira að segja á óskalistanum hjá mér fyrir afmælið mitt - án gríns! En ég fékk hana ekki. En sem betur fer fékk ég ekki heldur svona sumarbústaðarferð í afmælisgjöf.

Kveðja / Helga Dröfn

Helga Dröfn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband