Video viðgerðar snillingur...

Maður er ekki að horfa mikið á video. Samt verður maður að eiga eitt í lagi. Krakkarnir horfa svolítið á gamlar spólur sem eru til á heimilinu en langt er síðan maður tók eitthvað upp t.d. og ekki tekur maður spólu á leigu þegar maður getur fengið stafræna útgáfu myndarinnar á DVD.

Eftir að heimabíóið var sett upp hefur video-ið verið óvirkt. Allt of mikið vesen að tengja það við allt systemið svo þeim pælingum var sleppt. Strákurinn hins vegar hefur tekið ástfóstri við Bósa Ljósár og hann er bara til á videospólum á mínu heimili. Ég dröslaðist því upp á loft og sótti gamalt sjónvarp, tengdi videoið við það og setti Bósa í. Allt í sómanum ljómanum... þangað til... spólan flæktist... ég trúði þessu ekki... þetta video er búið að fara 5 sinnum í viðgerð yfir ævina og fer að verða dýrasta tækið á heimilinu. Ég tók því upp á því að skrúfa he****is tækið í sundur. Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir að geta lagað svona græjur, allt sem ég skrúfa í sundur verður yfirleitt verra eftir á... ef það fer saman aftur. Allaveganna ég var búinn að gleyma því hvað ég er lélegur að gera við græjur þegar ég tók þessa ákvörðun. Eftir miklar pælingar um það hvernig svona tæki virka þá tókst mér með lagni og pínu forsi að koma spólunni út. Svo prófaði ég þetta nokkrum sinnum og tækið virðist flækja annað slagið, ca. önnur hver spóla reyndar.

Það eru því ekki nema nokkrir kostir í stöðunni:
- horfa bara á aðra hvora spólu því hin flækist
- senda tækið í viðgerð einu sinni enn
- henda tækinu og kaupa nýtt (ath. það er ekki auðvelt að kaupa ódýrt vhs tæki því flestir hafa tekið þau úr sölu þ.s. menn kaupa bara dvd þessa dagana)
- kaupa Bósa Ljósár á DVD

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband