Allt annað að sjá karlinn...

Nú er maður 'dead sexy' - fékk göngugips í gær. Fyrir þá sem ekki vita er göngugips alveg eins og venjulegt gips en stillt þannig af að stíga má í það af fullum þunga og maður fær meiriháttar sóla undir ilina. Sólinn er reyndar 'uni-foot' - þeir framleiða bara eina gerð en margar stærðir - þeir eru ekki að hafa fyrir því að framleiða hægri og vinstri, nei uni-foot. Þetta gerir það að verkum að manni finnst maður vera hálf álkulegur þegar maður horfir niður fyrir sig. Ofan á þetta þá hafa þeir sennilega ekki breytt hönnuninni síðan 1970ogeitthvað. Gert er ráð fyrir því að þú eigir vel háa bítlaskó á hinn fótinn. Ef ég stend á gipsinu þá er ég hátt í 190 cm á hæð en venjulega er ég um 181, kannski 183 í hæstu skónum mínum.
Ég var búinn að hlakka mikið til að fá þetta blessaða göngugips og brúnin hefur lést á mér síðan í gær. Ég áttaði mig reyndar ekki á því að ég þyrfti að læra að ganga upp á nýtt og hef því ekki treyst mér til að sleppa hækjunum enn þá. Sálrænt - já - en líka er jafnvægið brenglað verulega þegar ökklinn er stífaður af í gipsi. Ég er því markvisst að vinna í gönguæfingum.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

það væri þá ekki mikil breyting...

Þórir Steinþórsson, 13.3.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband