Vesen pesen og enginn tími...

Varð að fá rafvirkjann heim í dag. Langar að fara að klára húsið svo hann varð að koma til að mæla rafmagnið. Rafvirkinn minn er þannig að hann talar stanslaust... og ég meina stanslaust. Það getur reyndar verið gaman að spjalla við hann og hann er með fullt af sögum en hann er á tímakaupi. Ég er reyndar þannig líka að mér finnst gaman að spjalla við svona karla þ.a. að ég kvarta ekki enda vinnur hann alveg á meðan hann spjallar, það er ekki það... og auðvitað mætti hann næstum klukkutíma of seint...

Allaveganna, ég komst að því að ég þarf að framkvæma nokkra smáhluti sem kosta mig reyndar allaveganna eina ef ekki tvær (því maður gleymir alltaf einhverju) Byko-ferðir. En svo þarf ég að færa til tvo tengla sem er meira mál... typpikal... hélt að allt væri klárt - en nei helv***is tenglarnir fyrir þvottavél og þurrkara eru ekki á réttum stað... OOOHHH

Rafvirkinn þarf því að koma aftur áður en hægt er að taka húsið út. Þá þarf hann að mæla allt draslið... hvað ætli það taki langan tíma???

Þetta mjakast þó í rétta átt... og lítur rosalega vel út

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband