Snilldarræma...

Ég fer nú ekki oft í kvikmyndahús og þegar ég fer eru myndirnar nú yfirleitt komnar í minni sali. Minni salir kvikmyndahúsanna eru svipaðir og verulega stór og góð heimabíó sumra heimila. Kvikimynd vikunnar er 'Brúðguminn' og eins og flestum er kunnugt er hún sýnd í 'heimabíósölum' kvikmyndahúsanna um þessar mundir (og ég var í bíó í gær). Ég er væntanleg ekki að segja neinar fréttir en þessi mynd er alger snilld. Nú langar mig að sjá leikritið sem myndin er byggð á...

Annars var ég næstum farinn tvisvar í bíó því við fórum kl 1800, svo út að borða og þá var kl bara 2130. Sé svolítið eftir því að hafa ekki bara slegið til enda ekki á hverjum sunnudegi sem sílin eru í pössun og ekkert sérstakt í aðsigi... en það var svosem ágætt að ná fullum 7tíma svefni.

Í gær keyrði ég svo bílinn minn í fyrsta skipti í nærri því 5 vikur. Mér sýnist ég vera bara betri með slysó-fætinum en að reyna að keyra með vinstri. Prufuaksturinn fór fram í götunni og svipurinn á frúnni var blendinn þegar ég renndi í hlað... stelpan hafði komið hlaupandi heim eftir að hafa fylgst grannt með föður sínum og kallað: 'Mamma, mamma... pabbi keyrði næstum á barn!!'
Ég verð að taka það fram að í fyrsta lagi þá var þetta unglingur og ekki barn og í öðrulagi þá var viðkomandi allaveganna tveim föðmum frá bílnum þegar næst var. Stúlkan var því ekki alveg að treysta gamla manninum...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband