Tónlistarverðlaunin í kvöld...

Var að horfa á afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Margt merkilegt og margir merkilegir með sig og bara merkilegir. Merkilegast og eftirtektarverðast þóttu mér verðlaunin sem Björgólfur Guðmundsson fékk frá einhvers konar landsamtökum allra sem eitthvað koma að tónlist. Hann á að sjálfsögðu heiður skilinn fyrir þá alúð sem hann hefur sýnt íslensku menningarlífi og þar hefur tónlistin sjálfsagt skipað hvað stærstan sess (án þess að ég hafi tölur úr bókahaldi fyrirtækja hans eða sjóða á hans vegum). Það sem var merkilegt við þetta var lofræðan sem Jakob Frímann hélt um manninn. Ég gapti af undrun... og ég held að fleiri hafi gert það... ójú... karlinn gerði það líka... nefnilega það allra merkilegasta voru tilsvör Björgólfs eftir ræðu Jakobs. Í fyrstalagi sagðist hann nú ekkert vera viss um um hvern Jakob var að tala í lofræðunni og þegar hann loksins fattaði að hann var að tala um sig þá skildi hann ekki helminginn. Þetta sagði karlinn í púltinu, fyrir framan alla og með Jakob við hliðina á sér... ég datt á skeljarnar... og svipurinn á Jakobi karlinum var óborganlegur. Svo klikkaði karlinn út á því að halda því fram að Jakob væri sennilega bestur í heimi í því að gera mikið úr engu. Snillingur. Vona að þetta komist á 'jútúb' eða sé allaveganna aðgengilegt á ruv.is

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband