Bora í nefið. Hver hefur ekki borað í nefið? Ég er alveg á því að það er nauðsynlegt að bora í nefið. Stundum er það ekki viðeigandi, ég veit það, en stundum er ekkert annað í stöðunni. Sérstaklega er það nauðsynlegt þegar hart hor hefur safnast fyrir og gildir þá einu hvort það er aftast í nefgöngunum eða fremst í vængjunum. Ég bora oft í nefið. Ég reyni samt að halda aftur af mér á almannafæri og sleppi mér þá í mestalagi í vængina. Krökkum er slétt sama, þeir bora bara og bora og borða yfirleitt afrakstur námugröftsins. Krakkarnir mínir eru ekki undantekning. Það er alveg sama hvað maður reynir að halda aftur af þeim með þetta þau gleyma því jafnóðum. Það sem er verra er þegar maður sér fullorðið fólk bora í nefið og borða úr því. Ég minnist þess fyrir nokkrum árum að hafa setið á rauðu ljósi og séð (stór-)fjölskylduvin í næsta bíl. Af minni alkunnu kurteisi reyndi ég að ná sambandi við manninn og vinka... en sökk fljótlega í sætið þegar ég sá vísifingur uppí heila. Ég gat samt ekki alveg slitið mig frá þessu og sá því það sem á eftir kom... puttinn læddist uppí munn... eins og börnin mín gera hvar og hvenær sem er. Ég hef aldrei þorað að segja nokkrum manni frá þessu og hvað þá þeim í fjölskyldunni sem hvað best þekkja viðkomandi. En hvað á að gera við slummuna sem augljóslega kemur með fingrinum þegar dregið er í land? Vinsælast er og það sem ég geri oftast er að búa til litla harða kúlu og skjóta henni út í loftið. það getur líka verið varasamt. Þú vilt ekki að menn og þá sérstaklega konur taki mikið eftir þessu þ.a. best er að reyna að gera þetta með leynd. Þá kemur upp í hugann önnur saga þar sem ég sat í farþegasæti frammí með enn nánari manneskju (og sú manneskja les stundum þetta blogg HAHAHA) á ferðalagi norður í land. Nei þetta var ekki frúin. En alla leiðina boraði viðkomandi í nefið (stílfært) og bjó til litlar kúlur eins og vera ber... nema hvað... kúlurnar flugu alltaf á gólfið mín megin. Af einhverjum vana fóru kúlurnar alltaf á gólfið farþega megin og þessi ferð var ekki undantekning.
Mér er því algerlega sama hvort fólk bori í nefið eða ekki - held reyndar að það sé nauðsynlegt - vil bara að fólk huxi aðeins hvað það gerir við afraksturinn og ef þú ert kominn á efri ár þá þarf ekki að borða það... þú gerir bara kúlu og sendir hana á gólfið farþegamegin.
Þ.
Athugasemdir
Ómægod! Hef kíkt hérna nokkrum sinnum inn í laumi, en nú bara varð ég að kommenta! Hvílík snilldarfærsla og eins og töluð út úr mínu hjarta.
Svakalegt að lesa þetta með H-sinina, vonandi fara báðir að verða jafnfljótir.
Bestu kveðjur af Álftanesinu, MG
Margrét Guðlaugs. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.