röð öfugri í dagar síðustu dagar í öfugri röð...

Dagurinn er búinn... hann var búinn um 09:40 í morgun...

Byrjaði í sjúkraþjálfun um 08:30 - mér líður alltaf vel eftir sjúkraþjálfun, bjúgurinn í lágmarki, liðleikinn í hámarki og ég haltra varla (með áherslu á varla).

Svo var brunað í vinnuna, enda smá álag á karlinum þessa dagana... einhverjar par gangsetningar á næstu vikum og allt á mills. Hendi mér inn... skelli tölvunni í dokkuna... on... allt svart!!!! Common ég var að vinna í henni í gærkveldi!!!! Batterí-ið rifið úr... ekkert... minnið úr... ekkert... Eina sem hægt er að gera er að henda henni í viðgerð. 5 tímum seinna hringi ég til að kanna stöðuna... móðurborðið ónýtt!!!! Sjitt!!!! Dagurinn búinn... ég að reyna að vinna á 'auka-tölvu'... vantar fullt af drasli... ég er í kastinu!!!! Kostnaðaráætlun upp á 50-70þús. Sem betur fer er það ekki mitt að ákveða hvort gera þurfi við hana eða ekki... ég reyni að vinna á aukavélinni þar til sú ákvörðun verður tekin... í millitíðinni þarf ég samt að komast á harða-diskinn minn. Það er því best að fara að pikka hana upp. Kvöldið fer þá í það að veiða af vélinni það helsta.

Þetta varð ekki til þess að létta á stressinu.
....................................................
Annars reif ég fram hjólið mitt á mánudagskveld. Hef nú ekki notað það fyrir allan peninginn síðan ég keypti það árið 2000. Fór samt einn rúnt á gipsinu um daginn. Ég byrja alltaf sjúkraþjálfunartímana á þrekhjóli í 10 mín. Fannst það skammarlegt að vera farinn að telja niður verandi alveg sprunginn eftir 2vær mín. á kyrrstæðu hjóli. Ákvað því að reyna að auka þrek mitt. Það var ekki upp á marga fiska fyrir hásinaslit, var þó aðeins búinn að taka á ræktinni dag og dag, en eftir að hafa setið á mínu feita í 8 vikur í gipsi, þá batnaði það ekki. Ég sé ekki fram á að komast í almennilega hreyfingu (brennslu) í ræktinni næstu vikurnar og 10 mín á þrekhjóli 3svar í viku er ekki líklegt til að skafa af mér... vegna þessa hef ég tekið ákvörðun um að reyna eftir fremsta megni að taka hjólatúra á kvöldin.

Hjólatúrinn tók ca 37 mín - heiman frá mér (nálægt Bláa lóninu) og upp að Hrafnistu og til baka. Það var mér til lífs að það var ekki rok þetta kvöld... ég þurfti heldur ekki að stíga niður og nei ég datt ekki á löppina. Ég kom því heill útúr þessu og ég er ekki frá því að hafa misst eitt kíló... þá eru bara 12-15 kvöld eftir... ræt!!!!
.................................................
Meiriháttar starfsmannaferð síðastliðinn föstudag.

Sjókajak er málið. Fórum úr vinnunni um 15:00 og skelltum okkur á sjókajak á Stokkseyri. Það var meiriháttar. Fengum náttúrulega frábært veður og 0 vind (sem sennilega spilar mikla rullu í þessu sporti). Það var gaman að glíma við öldurnar og verulega róandi að sigla inn að fjörunni þ.s. engin alda er. Ég hefði getað sofnað... ef ég hefði ekki verið svona blautur...

Eftir siglinguna hentum við okkur í sund og sjænuðum okkur fyrir humarveislu á Fjöruborðinu. Ég hef nokkrum sinnum farið þangað og ég man ekki eftir að hafa fengið vondan hala. Þvílík snilld.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband