Jólin koma... með FedEx

Já nú er kominn nóvember og alveg ljóst að jólin eru að koma. Fyrirtæki keppast við að auglýsa vörur sínar og þjónustu sem er eins gott svo að maður gleymi nú engu...

Best hefur mér þó fundist auglýsingin frá hraðflutningafyrirtækinu FedEx á Íslandi. Ekki það að ég hafi neitt út á auglýsinguna sjálfa að setja EN afhverju þurfa þeir að auglýsa í byrjun nóvember? Afhverju eru þeir að minna mann á að koma pökkunum í tæka tíð á flutningamiðstöðina hjá sér svo maður sé nú öruggur um að þeir skili sér fyrir jólin? Kommon, þetta er hraðflutningafyrirtæki þ.s. pakkasendingar (venjulegar) eiga í mesta lagi að vera 1-3 daga á leiðinni... alveg sama hvert pakkinn er sendur eða hvenær... Sæi mig í anda fá jólapakka sendann heim til mín um miðjan nóvember og muna eftir að skella honum undir tréð 23. des.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband