2006-11-06
Ættarmót í gæsalöppum...
Laugardagurinn byrjaði eins og all flestir... snemma!! Krakkarnir voru ekki á því að sofa út þ.a. kallinn var kominn á lappir fyrir 06:30. Þau þurftu að fá graut og horfa á 'dabbatíma' og svo þurfti að fá 'seríjós' í skál og einn eða tvo ávexti... Hasarinn byrjaði ekki fyrr en það þurfti að hafa þau til í 'aktivitetið'. Laugardagur er íþróttadagur og ÞL fer í íþróttaskólann og YR í ballet. Börnin eiga þartilgerð dress sem klæða verður uppí sem getur verið hægara sagt en gert þegar keppt er við klukkuna og athyglina sem iðulega er á sjónvarpinu. En það hafðist og allir mættir á réttum tíma. ÞL var við það að stórslasa sig eins og venjulega og eins gott að mamma hans sér ekki um að fara með hann í þessa tíma því hún væri komin á róandi fyrir löngu...
Að lokinni íþróttaiðkun var farin Bónusferð dauðans, tvær kerrur og tveir krakkar. Planið var að fá öll frændsystkyni mín í mat, eða þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar við svo loks komum heim var farið í heljarinnar eldamennsku og undirbúning sem gekk vonum framar enda frúin lystakokkur. Við hjónin hömuðumst fram til 19:00 þegar gestirnir áttu að koma. Minn armur fjölskyldunnar er hins vegar uppfullur af tímavélum þ.a. það var ekki sest til borðs fyrr en klukkan var að verða 20:30.
Matarboðspartýið gekk rosalega vel og ég held að allir hafi verið mjög kátir með þetta allt saman. Allaveganna skemmti ég mér konunglega og hlakka til að halda annað boð... eftir ár... eða lengri tíma... það fer eftir því hverju konan lofar ættingjunum.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.