2008-05-19
Litli geðsjúklingurinn hann ég...
Maður getur stundum dottið í hrikalega vitleysu.
Eins og lesöndum ætti að vera orðið ljóst þá hefur lítið farið fyrir golfiðkun í vetur... reyndar var ekki spilað óhóflega í fyrrasumar heldur. Þrálátar yfirlýsingar um æfingar í vetur döguðu uppi án þess að til aðgerða væri gripið.
Föstudaginn 9.5 fór ég í fyrsta sinn að spila í langan tíma. Ekki frásögu færandi nema hvað að ég mætti á völlinn kl 06:00 að morgni (átti þá eftir að keyra norður í land í 6,5 klst. - sjá færsluna á undan).
Golf er einhvern veginn þannig að maður vill alltaf spila meira og meira. Ég haltraðist því alla morgna (þri - fös) í síðustu viku á bilinu frá 06:00 til 06:30 níu holur. Með þessu nær maður góðum níu fyrir vinnu eða sjúkraþjálfun. Það er misjafnt hvort maður nái að draga aðra geðsjúklinga með sér í vitleysið en ef ekki þá töltir maður bara einn. Skorið er nú samt þannig að það er betra að hafa aðra með því ég er ekki fær um að telja svona hátt margar holur í einu. Ef ég para ekki eða fer holurnar á skolla þá hætti ég bara að telja... ég þarf því ekki að telja mjög mikið.
Á sunnudaginn harkaði ég af mér og píndi mig í 18 holurnar allar. Ákvað að skila skorkorti upp á 20 punkta því ég er hvort eð er að spila svo langt frá þeirri þó háu forgjöf sem ég er með. Ég ætla að halda áfram að skrá á mig skor og ég ætla að halda áfram að geðsýklast þetta kl 06:00 á morgnana... engin traffík, ekkert rok, bara þægilegt.
Að lokum má svo geta þess að froskar anda með húðinni (líka) - nei ég meina að lokum þá verð ég að segja frá því að ég braut odd af oflæti mínu og pantaði mér kennslu. Ég er orðinn svo þreyttur á ómögulegum og óstöðugum upphafshöggum. Þegar ég er í stuði þá er driverinn að skila mér 250 m þráðbeint í loftinu en oftast er ég ekki í stuði og núna er í tísku að smella dræfinu í vinstri niður skrúf ca. 50 m sem er hvimleitt þegar hommateigurinn er lengra frá.
Ég get því sagt með stolti að golfið er komið af stað.
Þ.
Athugasemdir
af sveiflunni þá...?
Þ.
Þórir Steinþórsson, 20.5.2008 kl. 14:52
það er ekki rétt... ekki alltaf... hann flaug t.d. 250m í morgun... tiltölulega beinn en því miður OB í sjóinn...
Þ.
Þórir Steinþórsson, 20.5.2008 kl. 23:44
Ætlar þú að kenna mér golf frændi?
Þráinn Árni Baldvinsson, 31.5.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.