Feðradagurinn

Alveg fór þetta framhjá mér þetta með dag feðranna. Fékk að vita það á laugardaginn að ég ætti sunnudaginn. Ég hugsaði mér að sjálfsögðu gott til glóðarinnar, sá fram á að fá að sofa út (þá meina ég alveg þangað til ég vakna sjálfur), fá fullt af gjöfum og sér trídment, leggjast fyrir framan fótboltann og þamba bjór og gúffa snakk... Nei það var skilmisingur...

Reyndar fékk ég að sofa út (ekki þangað til ég vaknaði af sjálfsdáðum)... sem var algert bjútí... en svo þurfti ég að sinna börnum og heimili allan daginn. Ég var í allsherjar tiltekt í barnaherbergjunum og sortera dót sem ekki er lengur í notkun, ég var sendur uppá háaloft og þá þurfti ég náttúrulega að taka til hendinni, ég sá um kvöldmat og margt fleira...

Einhvers staðar heyrði ég líka útundan mér að daginn ættu feður að nota til að vera með börnunum sínum, sem er gott ef þau nenna að horfa á fótbolta. Ég hélt að þetta ætti að vera svona 'frífyrirpabbadagur'... en svo er víst ekki. Svona skilur maður hlutina á mismunandi hátt. En kommon, mæðradagurinn er þannig... þá á að gefa blóm og helst líka dýrari gjafir, senda þær í spa og kokka fyrir þær dinner og ég veit ekki hvað...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband