Sjövull er sveiflan að detta inn...

Þetta er að skila sér.

Þrotlausar æfingar kl 06 á morgnana (best að æfa sig með því að spila) og svo tveir tímar hjá kennara...

Skellti mér 9 holur í morgun fyrir vinnu og í þessari líka litlu blíðu. Karlinn á stuttbuxunum og hlýrabol (eða því sem næst) enda ekki nokkur sála á vellinum sem gæti sjokkerast. Spilaði nú bara sæmilega á minn mælikvarða... sprengdi 2vær, 2svar dobbúl og rest á 1num yfir (þ.s. ég átti að para 2vær - helv... pútterinn leitar svo til vinstri).

Eftir kennsluna er búið að breyta gripinu og sveiflunni og þegar ég hitti hann þá liggur hann í 250m beinn í loftinu. Ég get tekið gleði mína á ný. Það sem er líka gleðilegt við þetta er að járnahöggin eru ekki eins mistæk og mun lengri en áður. Það liggur við að það þurfi að lengja þessa íslensku velli fyrir mig svo ég fái að njóta mín almennilega, þurfi ekki alltaf að vera að tsjippa inná eftir drævið...

Það er bara eitt í þessu og ég lofa ykkur að ég mun ná tökum á því fyrr en síðar á þessu sumri... og það er að ná 85 kg sveiflunni þó ég sé 95 kg. Á það til að ýta skrokknum á undan mér með hægri olnboganun í stað þess að koma honum útfyrir velmegunina. Þetta leiðir til þess að ég á það til að galopna kylfuna og smella út til hægri... en ef ég næ þessu þá dett ég undir 20 í sumar... ekki spörning abátit.

Þ.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

GK
með júlí - meistaramótin á höfuðborgarsvæðinu eru ca 5-12 júl - reikna með að reyna að spila...
við erum þá að tala um vikuna 1-5 eða dagana 13-22...
persónulega þætti mér ekki verra að fara á virkum degi ef dagsetningin er ákveðin fyrirfram... fara rúmlega hádegi úr bænum
ég sting því hér með uppá þriðjudegi 15nda júlí
Þ.

Þórir Steinþórsson, 4.6.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

sorry - að sjálfsögðu...
en miðvikudagurinn 16ándi?
Þ.

Þórir Steinþórsson, 4.6.2008 kl. 14:04

3 identicon

Ég er ekki góður miðvikudaginn 16. Hvað með 17 ?

EB (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Þórir Steinþórsson

mið 0206? gengur það?
Þ.

Þórir Steinþórsson, 5.6.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Þórir Steinþórsson

fimmtudagur 10undi - að því gefnu að ég verði ekki með í Meistaramótinu eða búinn.
Þ.

Þórir Steinþórsson, 5.6.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Neglið þá 10unda... EB verður bara að koma því í kring fyrst hann er ekki búinn að svara... nenni ekki að mausa í þessu meir.

Óska völlur?
Kiðjaberg? er það ekki nokkuð hlutlaust? Allir á bílum? eða á að taka á því?

Þ.

Þórir Steinþórsson, 5.6.2008 kl. 23:36

7 identicon

Ég er klár. Maður er nú ekki orðinn svo gamall að maður þurfi að vera á bíl.

EB (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband