2008-06-06
Loksins
Hvað hefur RUV farið illa með mörg stórmót í íþróttum? Stundum er bara sýnt frá hluta dagskránnar eða hluta leikja. Ef tveir viðburðir eru á sama tíma er kastað til krónu og öskrað 'þursinn eða þorskinn?' til að velja annan fram yfir hinn eða báðum jafnvel sleppt því það er eitthvað annað í dagskránni sem ekki má hnika. Menn hafa ekki verið að drepa sig á því að kanna möguleikann á því að fá leyfi fyrir annarri rás til að senda út á. Ég talaði um þetta síðast 20.01.08. og allt stefndi sömu leið með EM sem hefst á morgun... þartil ég frétti af því að loksins loksins hafa menn girt sig í brók og fengið leyfi til að opna auka-rás til að senda út leiki... neytandinn hefur því val í þeim tilvikum sem leikir eru á sama tíma. Vonandi verður þetta að venju og í raun ætti íþróttadeildin að mínu viti að nota þetta tækifæri og fara að nota aðra rás. Það er svo mikið af fólki sem vill sjá meira af íþróttum og það eru jafnvel fleiri sem vilja ekkert af þeim vita en flestir eiga 2vö sjónvörp og þá má halda friðinn á flestum heimilum í landinu.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.