2006-11-14
Erum við svona spes eða er öðrum alveg sama?
YR var að byrja í grunnskóla í sumar/haust og var mikill spenningur í lofti og ekki síst hjá okkur foreldrunum. Við vorum í því að viða að okkur eins miklum upplýsingum og við mögulega gátum og fengum reynslusögur frá fólki sem við þekkjum og eiga börn í sama skóla. Skólinn er nýr, þetta er annað starfsárið og það fyrsta í nýrri og glæsilegri skólabyggingu. Okkur hefur fundist ýmist ábótavant hvað varðar upplýsingastreymi til foreldra frá kennurum og ekki síst skólayfirvöldum. Við höfum samanburð úr öðrum skóla í sama sveitarfélagi því þar þekkjum við skólastýruna ágætlega.
Ég hef nú áður á þessari síðu blásið um skólamálin og þetta vanstreymi upplýsinga svo ég fer ekki nánar út í það. Núna átti aldeilis að blása til sóknar. Allsherjar kynningarfundur fyrir alla foreldra sem eiga börn í skólanum var haldinn í gær milli 19 og 22. Því miður tókst okkur ekki að útvega yfirsetu fyrir börnin okkar og komumst því ekki bæði... en konan fór (enda hún betri í að viða að sér upplýsingum). Þetta var ágætis kynning þ.s. farið var yfir byggingaframkvæmdir og áætlanir á næstu áföngum, einnig voru ýmis uppeldismál og menntamál rædd og í lokin var farinn kynnisferð um hið nýja og glæsilega húsnæði þ.s. foreldrum var boðið að skoða aðstöðu barnanna til námsins. Auðvitað var baunað á stjórnendur, ýmsum athugasemdum og einnig gagnlegum ábendingum og spurningum. Það versta í þessu öllu saman að mínu viti er að sárafáir foreldrar sáu sér fært um að mæta. Búið var að fá lánaða 100 stóla úr öðrum skólum og gera allt klárt fyrir stærðarfund þ.s. búist var við að flestir hefðu áhuga á þessum efnum og því sem krökkunum þeirra er boðið og ekki boðið en á að vera boðið skv. lögum (fylgir nýjum skólum að mér skilst). Ef ég skildi konuna rétt mættu um 50 fullorðnir á þessa kynningu og það eru yfir 250 börn í skólanum. Það er alveg klárt að þessir 50 eiga ekki 5 börn hver og hvað þá 10 ef gert er ráð fyrir að hjón eða sambýlingar hafi verið á staðnum.
Hvernig getur áhugaleysið verið á svona háu stigi um hvað er að gerast í lífi barnanna þinna. Þau eru í skólanum (flest) frá 08 til 13 eða 14 og svo í gæslu til oftast að verða 17??? Hvað er að ykkur?? Ég vildi að þið hefðuð boðist til að sitja yfir hjá mér svo ég hefði getað farið.
Þetta er ekki einsdæmi því bæði á námsgagnakynningum sem haldnar hafa verið, foreldrakvöldum og nú síðast (þ.e. í síðustu viku og fyrir stóra fundinn sem er umfjöllunarefnið) fyrirlestur Stefáns Karls um uppeldi/einelti. Mæting alveg skelfileg. Skil reyndar að ekki hafi verið sérstaklega vel mætt á SKS því bæði var ekki almennilega vitað um hvað yrði fjallað né að þetta var ekki gagnvirkur fyrirlestur heldur uppistand af teipi sem kostaði inn á - en kommon - annað ykkar getur mætt á viðburði í skólanum (að því gefnu að þið séuð tvö, skiljanlega getur maður ekki tekið þátt í öllu ef maður er einn).
Annaðhvort erum við svona spes, hjónin, að vilja taka þátt í lífi barnanna okkar og fá upplýsingar um hvað þau hafa fyrir stafni og hvernig allt gengur fyrir sig hjá þeim 70% af þeim tíma sem þau eru vakandi en ekki með okkur - eða þið hin eruð kex...
Þ.
Athugasemdir
Ég giska á kexið. Það er erfitt að ímynda sér að mður hefði ekki áhuga á því hvað barnið manns væri að gera og hvernig fólk það væri að umgangast
Villi Asgeirsson, 14.11.2006 kl. 14:24
Þakka stuðninginn!
Þórir Steinþórsson, 15.11.2006 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.