2008-06-09
Djöv... fór þetta í taugarnar á mér
Ég er bara ekki vanur svona viðmóti.
Morgungolfið í morgun var með öðru sniði. Í stað þess að spila á mínum heimavelli, Hvaleyrinni, var mér boðið í Heiðmörk að spila á velli Odfellow-a.
Þegar maður er svona snemma á ferðinni lendir maður í því að hitta á vallarstarfsmenn vinna vinnuna sína með prýði. Það þarf að slá grasið og bera á, breyta holustaðsetningum og teygum og annað sem til fellur og ég hef ekki hugmynd um. Venjan er nú samt sú og það er undantekningarlaust virt á mínum heimavelli að þegar golfari nálgast holuna þá bíða vallarstarfsmenn á meðan slegið er inn á flöt og leikmaður púttar. Meira að segja þegar ég hef verið einn að spila þá víkja menn. En ekki á velli Oddfellow-a. Þar eru golfarar fyrir vallarstarfsmönnunum og þeir ekki virtir viðlits. Í tvígang þurfti ég að bíða heillengi eftir því að starfsmenn lykju sér af á flötunum og þeir voru ekki mikið að flýta sér (ég hef séð menn flýta sér). Ekki var vinkað og ekki voru menn beðnir afsökunar á töfinni... ég er drullufúll með þessa framkomu. Í hollinu mínu í morgun var leikmaður úr GR sem ekki kannaðist við annað en að golfurum væri gefinn rétturinn á að spila þ.a. þá eru allaveganna tveir klúbbar á landinu sem leyfa golfinu að rúlla og slættinum að bíða... eru fleiri?
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.