Nýr fjölskyldumeðlimur

Í gær bættist í hóp íbúa Fífuvalla 25. Forkunnarfagur skrautfugl sem sennilega er kvk. Við feðgar erum því komnir í minnihluta á heimilinu þ.s. fiskarnir eru tveir og ekki nokkur leið að kyngreina þá svo vel sér. Reyndar heita þeir Depill og Guðrún þ.a. það bætir ekki stöðu kk á heimilinu.

En aftur að fuglinum. Hrólfur frændi þurfti að losa sig undan ábyrgðinni og datt í hug að ánafna frænku sinni fuglinn. Auðvitað tóku foreldrarnir sinn tíma í að ákveða hvort af gæti orðið en að endingu var þetta samþykkt. Reyndar hélt ég að þetta væri svona lítill blár páfagaukur, en nei þetta er stærðar fugl í enn stærra búri. Fuglinn virðist líka hálf taugaveiklaður og reynir að bíta allt sem nálægt honum kemur og er ég ekki viss um að aðrir fjölskyldumeðlimir haldi limum á meðan sá nýi venst aðstæðum. Fuglinn fékk heiðurssæti í hillusamstæðu dótturinnar þ.s. hann er vel sýnilegur stórum sem smáum enda vakti hann óskipta athygli drengsins við komuna. YR er alvön umhirðu fiðurfénaðar að eigin sögn, enda hefur hún OFT (einu sinni) passað fugl vinkonu sinnar.

Ég er á leiðinni í dýrabúð til að fá ráðleggingar við uppeldið... þ.e.a.s. á fuglinum...

Reyndar munu fiskarnir græða á þessu líka því við komuna ákvað ég að drífa í því að þrífa búrið - loksins - það er í vinnslu, fiskarnir eru allaveganna komnir í aðra skál þ.a. það er hægt að leggjast í skrúbbið.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband